Eduroam fyrir Windows 7

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í Windows 7.

1) byrjið á því að sækja uppsetningarskránna hér:

Sækja skrá

 

2) Smellið á "Save File"

Save file

 

3) Þið gætuð fengið Open File - Security Warning. Ýtið á "Run".

Run File

 

4) Þá opnast eduroam installer. Smelltu því næst á "Next".

Welcome to the eduroam installer

 

5) Nú kemur viðvörun um að þessi uppsetningarskrá sé fyrir Háskóla Íslands og að ekki sé víst hún virki fyrir eduroam notendur frá öðrum stofnunum. Smelltu á "OK".

eduroam installer

 

6) Nú þarftu að setja inn allt HÍ tölvupóstfangið þitt í username og lykilorðið þitt, það sama og þú notar á uglu, í Password og ýta svo á "install"

Username and Password

 

7) Þá hefurðu lokið við að ná í eduroam uppsetningarskránna og ættir að geta tengst eduroam. Ýttu á "Finish".

Installation complete

 

8) Til að tengjast ýtir þú á netmerkið niðri í hægra horninu og velur eduroam og "Connect".

 

9) Þá ertu beðin um auðkenningu, settu allt HÍ tölvupóstfangið þitt í efri reitinn og lykilorðið þitt í neðri og ýttu á "OK". Þá ætti tenging við eduroam að nást.

 

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.