Uppsetning á EndNote í macOS

Hér er sýnt hvernig EndNote er sett upp á macOS. Skjáskotin sýna uppsetningu á EndNote 20 en ferlið er mjög svipað fyrir aðrar útgáfur af EndNote.

1. Byrjið á því að sækja EndNote uppsetningarskrána eins og sýnt er hér: EndNote.

2. Opnið uppsetningarskrána:

3. Smellið á "Install":

4. Smellið á "Open" í sprettiglugganum sem birtist:

5. Smellið á "Install":

6. Þá hefst uppsetningarferlið. Smellið á "Next" til þess að halda áfram:

7. Smellið aftur á "Next":

8. Sláið inn lykilorð tölvunnar til þess að heimila uppsetninguna ef þið eruð beðin um það.

9. Smellið á "Done" til að ljúka uppsetningunni:

10. Núna er forritið uppsett en þið gætuð þurft að búa til nýtt heimildasafn áður en þið getið unnið í því. Til þess að gera það þarf að opna EndNote og fara í File > New... í valstikunni efst.

11. Smellið á "Save" til þess að vista nýtt heimildasafn og þá mun EndNote glugginn birtast.