Outlook uppsetning ef þú hefur áður verið með Outlook fyrir HÍ póstinn

Ef þú hefur verið að nota Outlook fyrir innleiðingu á Office 365 þá er nauðsynlegt að búa til nýjan „Profile“ fyrir póstinn. Það gerir þú áður en þú setur upp HÍ póstinn þinn í Outlook.

1) Byrjaðu á því að slökkva á Outlook.

2) Smelltu nú á Windows merkið neðst til vinstri og byrjaðu að skrifa Control Panel:
Smelltu á Windows merkið og opnaðu Control Panel

3) Finndu „Mail“ í listanum og opnaðu það:
Finndu "Mail" í listanum og opnaðu það

4) Smelltu hér á „Show Profiles“:
Smelltu hér á "Show Profiles"

5) Smelltu á „Add“ til að búa til nýjan prófíl:
Smelltu á "Add" til að búa til nýjan prófíl

6) Búðu til nafn á prófílinn og smelltu á „OK“. Í þessu tilviki nefnum við nýja prófílinn „Exchange“:
Búðu til nafn á prófílinn og smelltu á "OK"

7) Skrifaðu inn fullt nafn, netfang og lykilorð og smelltu á „Next“:
Skrifaðu inn fullt nafn, netfang og lykilorð og smelltu á "Next"

8) Veldu „Always use this profile“ og veldu prófílinn sem þú varst að búa til (Exchange):
Veldu "Always use this profile" og veldu prófílinn sem þú varst að búa til.

9) Það gæti tekið smá tíma að útbúa nýjan prófíl. Þegar því er lokið smellir þú á „Finish“:
Smelltu nú á "Finish"

10) Nú þegar þú opnar Outlook að þá kemur HÍ pósturinn þinn inn. Það gæti tekið einhvern tíma í fyrsta skipti sem Outlook er opnað eftir þessa aðgerð. Þá fylgir þú þessum skrefum: Uppsetning á HÍ pósti í Outlook fyrir Windows 10