RHÍ Fréttir

nr. 35 apríl 1999

 

Helstu framfarir í tölvu- og netmálum síðustu misseri

  
Jón Ingi Einarsson    jie@rhi.hi.is Ragnar Stefán Ragnarsson ragnarst@rhi.hi.is Magnús Gíslason magnus@rhi.hi.is
 

Netmál

Aðalbygging: Nýjar tölvu- og síma-lagnir voru lagðar í Nemenda-skráningu. Einnig var gengið frá hluta af nauðsynlegum kjarnaborunum v. 2. og 3. hæðar í norðurálmu.
Nýjar tölvu- og símalagnir hjá Háskólaútgáfunni. Nýjar tölvu- og símalagnir á 1. hæð suðvesturálmu.

Eirberg (eldri byggingin): Lagning tölvu- og símanets. Tengiskápur settur upp á 2. hæð.
Tenging við HInet færð úr 28.8 Kbs í 2 Mbs (þráðlaust samband í stað fastrar leigulínu).

Félagsstofnun stúdenta: Tenging við HInet með ljósleiðara.

Grensásvegur 11: Nýjar tölvu- og símalagnir; tenging með fastri leigu-línu við HInet

Hólavallagata 13: Nýtenging við HÍnet.

Nýi Garður (3. og 4. hæð): Nýjar tölvu- og símalagnir. Nýr tengiskápur settur upp í kjallara.

Oddi: Tölvuver með 39 PC tölvum sett upp á 3. Hæð.
Fjarkennsluver í kjallara og skrifstofa umsjónarmanna: tölvu- og símatengingar. Undirbúningur vegna breytinga á 3. hæð þar sem ný starfsaðstaða fyrir starfsmenn var útbúin.

Símstöð: Símstöðvar settar upp í Aðalbyggingu, Læknagarði, Haga og á Grensásvegi 12.

Skógarhlíð 10: Lagning tölvu- og símanets auk tengingar við HInet með fastri leigulínu. 
Tæknigarður-II (Endurmenntun HÍ): Tenging með ljósleiðara við HInet. Lagning ljósleiðara niður í fyrirlestrarsal.

Útbúnar voru ýmsar áætlanir, m.a. vegna innhringibúnaðar fyrir nemendur og ljósleiðaralagnar yfir í Hjónagarða. Mælingar voru gerðar á kælibúnaði vélasalar og yfirtaka á símamálum HÍ undirbúin. 

Notendaþjónusta

Vefur Reiknistofnunar var tekinn í gegn á árinu. Markmiðið var að auðvelda aðgang að upplýsingum Reiknistofnunar á vefnum. Einnig var upplýsingamagnið stóraukið. Þar má meðal annars benda á svör við algengum spurningum, upplýsingar um innhringisamband og tölvuverasíðurnar.

Samingur við Microsoft um hugbúnaðarkaup á lægra verði. Starfsmenn Háskólans geta pantað Microsoft hugbúnað hjá Reiknistofnun á mun betra verði heldur en gengur og gerist.

Tölvuver

Í Haga voru settar upp sérstakar nemendatölvur.

Sett var upp nýtt tölvuver í Eirbergi. Tölvuverið er staðsett á 2. hæð þar sem tölvustofa var til staðar áður. Í tölvuverinu eru uppsettar 12 PC tölvur. Einnig er til staðar geislaprentari í tölvuverinu

Búið er að setja upp nýtt tölvuver í Odda. Það er staðsett á 3. hæð þar sem bókasafn/lesstofa var til staðar áður. Í tölvuverinu eru uppsettar 39 tölvur, þar af ein tölva fyrir kennara. Skjávarpi er til staðar í verinu. 

Settar voru upp 5 tölvur í tölvustofuna á Vitastíg. Þessar tölvur samnýta prentara á innanhúsneti. Forritin Word 97 og Excel 97 eru á tölvunum. Fyrir er ein NT tölva sem tengd er við Internetið.

Gerðar voru gagngerar breytingar á tölvuverinu í Árnagarði. Breytingarnar fela m.a. í sér minnisstækkun, uppfærslu stýrikerfis (Windows NT) og endurnýjun notendahugbúnaðar til samræmis við endurbætur sem átt hafa sér stað í öðrum tölvuverum RHÍ. 

Kerfismál

Ný fjölnotendatölva, Katla, af gerðinni Sun Ultra Enterprise 450 kom til Reiknistofnunar um mitt ár. Unnið var að uppsetningu hennar og var hún tekin í almenna notkun í ársbyrjun 1999. Hún kemur í stað Hengils sem skiptir um hlutverk eftir dygga þjónustu í mörg ár. Katla er með 300 MHz ULTRASparc II örgjörva, 1Gb í vinnsluminni og 25Gb diskrými, þar sem allir diskar eru speglaðir. Hún keyrir Solaris 2.6 stýrikerfi og er fyrsta tölvan frá Sun sem RHÍ býður notendum sínum afnot af, en Reiknistofnun hefur langa reynslu af
Sunvélum, því langflestar þjónustuvélar, t.d. allir netþjónar í tölvuverum eru frá Sun.

Skipt var um netþjón í VR-II og er nýi netþjónninn af gerðinni Sun Ultra Enterprise 150 eins og netþjónarnir í Odda, Læknagarði og Tæknigarði. Netþjónninn úr VR-II var hins vegar settur í Eirberg eftir uppfærslu á móðurborði hans. Einnig var skipt um móðurborð í netþjóninum í Lögbergi, en þessir tveir netþjónar eru af gerðinni Sun SPARCstation 5. Þá var settur netþjónn í Nýja garð og þjónar hann m.a. máltölvuveri sem þar er. Þá var bætt við diskum í netþjónana og heildardiskrými netþjóna í tövuverum stækkaði um tæp 50Gb.

Ný og öflug afritunarstöð var tekin í notkun í september. Hún er af gerðinni HP SureStore 418 og getur tekið 8 DLT segulbönd, en hægt er að skrifa um 20 GB á hvert þeirra. Hún er notuð af afritunarkerfinu Amanda, en það var uppfært á árinu og unnið var að undirbúningi þess að bjóða afritun af vélum með Windows NT og Windows 95/98.

 

Efnisyfirlit Fyrri síða Næsta síða Útgáfuyfirlit