RHÍ Fréttir

nr. 35 apríl 1999

 

Ný kerfi fyrir stjórnsýslu Háskólans

  
Kristján Þór Kristjánsson  
kiddi@rhi.hi.is  
Chabane Ramdani       chr@rhi.hi.is Sigfús Jóhannesson           sigfusj@rhi.hi.is
 

Lotus Notes og GoPro tekið til notkunar hjá HÍ

Háskólinn mun innan tíðar taka til notkunar samskipta- og skjala-stjórnunarkerfið GoPro frá Hugviti hf. Kerfið er byggt á hópvinnukerfinu Lotus Notes. 
Þetta er biðlara / miðlara kerfi. Miðlarinn er keyrður á Unix vél en biðlararnir eru ýmist settir upp á Windows eða Macintosh. Til að byrja með verður kerfið tekið til notkunar hjá stjórnsýslu skólans innan aðalbyggingar, en það eru rektorsskrifstofa, starfsmannasvið, rannsóknasvið, kennslusvið, fjár-málasvið og skjalasafn. Aðrar deildir verða síðar teknar inn. Uppsetningu kerfisins er að mestu lokið og hefur það verið gangsett til prófunar fyrir þá sem eru að vinna að aðlögun þess. Í dag er verið að vinna að verklagsreglum um notkun kerfisins og aðlögun þess. Í þessu felst töluverð vinna þar sem endurskipu-leggja þarf skjalavörslu skólans og koma á samræmdum vinnubrögðum við meðferð erinda hjá yfirstjórn hans.

Navision Financials í HÍ

Nú um áramótin tók Háskólinn í notkun nýtt bókhaldskerfi. Þetta nýja kerfi heitir Navision Financials og er danskrar ættar en aðlagað og uppsett af Streng hf. 

Navision Financials er biðlara-/miðlara gagnagrunns- og bókhalds-kerfi sem þróað er fyrir nýjustu gerð 32 bita stýrikerfa. Notendaviðmótið er samhæft viðmiðunarreglum Windows 95/98 stýrikerfisins og fylgir því sömu grunnreglum og hugbúnaður frá t.d. Microsoft, Lotus og öðrum helstu hugbúnaðar-framleiðendum. Server-hlutinn, eða miðlarinn, keyrir á Unix stýrikerfi. Client-hlutinn, eða biðlarinn, keyrir undir Windows NT og Windows 95/98, en einnig er hægt að fá biðlara á Macintosh með sérstökum millihugbúnaði (MetaFrame). Nav-ision Financials er 2000 samhæfður.

Navision er komið í gagnið á fjármálasviði háskólans en aðlögun er enn í gangi á vegum Strengs. Stofnanir, svið og deildir háskólans hafa fengið Navision uppsett hjá sér og geta skoðað sínar færslur og tekið út skýrslur þeim tengdar.

Reiknistofnun háskólans sér um uppsetningar á Navision biðlurum hjá notendum og mun taka að sér að útbúa skýrslur, aðlögun og frekari þróun á Navisionkerfi HÍ í framtíðinni. Ennfremur er hjá RHÍ verið að athuga, í samráði við viðkomandi aðila, hvort Navision grunnurinn henti fyrir þróun annarra upplýsingakerfa stjórn-sýslu HÍ, svo sem starfsmannakerfi, afgreiðslukerfi nemendaskrár og símkerfi.

 

Efnisyfirlit Fyrri síða Næsta síða Útgáfuyfirlit