RHÍ Fréttir

nr. 33 mars 1998

 

Ný Innhringiþjónusta Starfsmanna

 

Ragnar Stefán Ragnarsson
ragnarst@rhi.hi.is

 


Nú hefur verið opnuð ný innhringiþjónusta fyrir starfsmenn Háskóla Íslands. Nýja þjónustan er mun öflugri heldur en sú gamla, bæði hvað varðar línufjölda og hraða. Það er því liðin tíð að ekki náist inn vegna álags.
Nýi innhringibúnaðurinn er af gerðinni Cisco AS5360. Innhringi-búnaðurinn er nú tengdur nýju Alcatel 4400 samnetssímstöð HÍ. Það eru einkum tveir hópar sem geta nýtt sér þessa þjónustu. Þeir sem eru ekki með nettenginu á sinni skrifstofu og þeir starfsmenn Háskólans sem vilja vera tengdir netinu heima hjá sér. Með þessari tengingu geta notendur nýtt sér þá netþjónustu sem Reiknistofnun býður upp á eins og t.d. póstþjónustu. Tenging við heimasvæði Með því að tengjast heimasvæði sínu getur notandi unnið með sömu skjöl bæði í vinnunni og heima hjá sér.


Verð

Mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaða notkun á innhringisambandi er 350 kr. fyrir þá sem hafa notandanafn hjá Reiknistofnun Háskólans. Þeir sem eru ekki með notandanafn hjá RHÍ en hafa notandanafn hjá t.d. Raun-vísindastofnun eða Verkfræði borga 500 kr. mánaðarlega. Sama verð er á mótaldstengingu og samnetsteng-ingu (ISDN).

Umsókn

Sækja þarf sérstaklega um aðgang á eyðublaði á vefnum. Notenda-hópurinn takmarkast við starfsmenn Háskóla Íslands. Vefslóðin er:
http://www.rhi.hi.is/net/tenging/eydublad.html


Hvað þarf til að geta tengst?

Til þess að tengjast þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

1. Þú þarft að hafa notandanafn innan Háskólans.

2. Þú þarft að skrá þig sem innhringinotanda. Þeir sem eru með notandanafn hjá Reiknistofnun Háskólans geta sótt um aðgang að innhringisambandi á vefnum. Þeir sem eru með notandanafn hjá öðrum netlénum innan Háskólans eins og t.d. Verkfræði- og Raunvísinda-stofnun þurfa að sækja um aðgang hjá sínum kerfisstjóra.
3. Þú þarft að hafa tölvu með ISDN eða mótaldsbúnaði sjá vefsíðuna:

http://www.rhi.hi.is/net/tenging/tengimat.htm


Innhringinúmer

Símanúmerið fyrir innhringibúnaðinn er 525-5100. Þar sem gamla og nýja stöðin eru ekki samtengdar, verður að hringja í bæjarlínu 0525-5100 fyrir þá sem eru að hringja úr innan-hússlínum Háskólans. Þegar gömlu símstöðinni verður skipt út í sumar, verður hinsvegar hægt að nota innanhússnúmer 5100 úr innan-hússlínum Innhringisamband Með því að nýta sér innhringisamband við Háskóla Íslands geta starfsmenn hans tengst háskólanetinu/Inter-netinu frá heimahúsum/skrifstofum. Samskiptamáti / -hraði

Búnaðurinn þjónar Samnetsteng-ingum (ISDN) á 64 Kb/s sam-skiptahraða og hliðrænum mótöldum á 2,4 - 56 Kb/s. Nánari lýsing á búnaðinum og samskiptastöðlum, er að finna á eftirfarandi vefslóð:


http://www.cisco.com/warp/public/728/AS5300/as5x_ds.htm



Tengimáti

Notendastýring verður á innhringi-aðgangi, svokölluð PPP (Point to Point) aðgangsstýring. Vilji menn hins vegar tengjast þjónustuvélum þarf notendahugbúnað á vélinni sem hringir inn t.d. telnet og ftp. Beinn skeljaraðgangur er ekki leyfður. Innhringibúnaðurinn úthlutar vélinni sem hringir inn einkennistölu (IP-tölu) og "setur vélina upp að öðru leyti". Ef reynt er að nota aðra óskráða IP tölu, fæst engin þjónusta og ekki leyfi til að tengjast öðrum vélum.

Allar nánari upplýsingar varðandi innhringibúnaðinn er að finna á vefnum undir slóðinni:

http://www.rhi.hi.is/net/tenging/

 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð