RHÍ Fréttir | nr. 33 mars 1998 |
Framfaramál ársins 1997 |
|
Douglas Brotchie
|
|
Á nýju ári er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða það helsta sem bar við í rekstri Reiknistofnunar á árinu 1997. Stærstu málin voru án efa stækkun háskólanetsins og endurnýjun vél- og hugbúnaðar í tölvuverum RHÍ. En auk þessa voru gerðar ýmsar endur-bætur á búnaði, nýjar byggingar tengdar og hugbúnaður þróaður svo eitthvað sé nefnt. Hér er eftir er svo stiklað á stóru í framfaramálum síðastliðins árs. Háskólanetið Tenging var stækkuð við eftirtalin hús með ljósleiðara: Háskólabíó, Jarðfræðihús, Íþróttahús og Læknagarður Hér á eftir koma svo byggingar sem tengdar voru í fyrsta skipti á árinu: Ármúli 1a, Grensásvegur 12, Hallveigarstígur 1, Skólabær og Sóltún 1 Ný staðarnet voru lögð eða endurbætur gerðar á fyrirliggjandi innanhúsnetum í eftirtöldum byggingum: Aðalbygging (hluti), Ármúli1a, Árnagarður (3. hæð), Grensásvegur 12, Hagi, Læknagarður, Neshagi, Oddi (3. hæð), Skólabær og Tæknigarður. Á árinu voru fest kaup á nýrri Alcatel símstöð sem á eftir að hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólans, þar með vegna tengingu nýs myndfundavers í Odda (sjá nánari umfjöllun hér í blaðinu). Tölvuver Í kjölfar útboðs voru fest kaup á nýjum einmenningstölvum af gerðinni IBM PC 330. Voru þessar tölvur settar í tölvuver í Vetrarhöll, Odda 103 og í Læknagarð. Í kjölfarið voru tölvur úr Odda fluttar í Árnagarð þar sem eldri tölvum var skipt út. Nýtt stýrikerfi, Windows NT, var sett upp öllum tölvuverunum nema í Árnagarði (er nú lokið) og á þriðju hæð í Odda. Lokið var við þróun netlausna vegna tenginga WindowsNT og UNIX tölva. Samið var við fyrirtækið Aet ehf um birtingu skjáauglýsinga á einmenn-ingstölvum í tölvuverum RHÍ, á undan notendaheilsun og á eftir kvaðningu. Þjónustuvélar Á árinu voru settar upp tvær miðlægar þjónustuvélar, sem hvor um sig gegna mikilvægu hlutverki. Annars vegar var um að ræða póstþjón af gerðinni Sun Ultra Enterprice 150 og vefsel (proxy server) af gerðinni HP D320. Hugbúnaðarþróun Ný fjölnotendatölva sem keypt var seint á árinu 1996 var tekin í notkun fyrir upplýsingakerfi stjórnsýslu Há-skólans (UKSHÍ) á vormánuðum. Unnið var að þróun á kerfum aðgengilegum yfir vefinn sem notendur kerfanna hafa tekið fagnandi. Þar eru helst kerfi til skoðunar á launum starfsmanna HÍ, kostnað við námskeið o.fl. Innhringiþjónusta Ákvörðun var tekin um kaup á nýjum innhringibúnaði fyrir starfsmenn sem tekinn var í notkun nú nýlega. Útgáfumál Fréttabréf stofnunarinnar kom út þrisvar á árinu og mæltist vel fyrir. Einnig voru gefnir út bæklinga um NT í tölvuverum, auk prentaðra leið-beininga og vefsíðna svo eitthvað sé nefnt. Internetið Tenging Háskólans við Ísnet var aukin úr 512 KB í 2 MB á árinu. Sívaxandi notkun háskólamanna á netinu olli því að álag á gömlu gáttina var orðin allt of mikil og svartími óviðunandi. |
|