RHÍ Fréttir

nr. 33 mars 1998

 

Gjaldskrárbreytingar

 
Á fundi hjá stjórn Reiknistofnunar 13. febrúar voru teknar ákvarðanir um breytingar á gjaldskrá, þær fyrstu síðan í apríl 1996.

Opnuð verður ný þjónusta fyrir starfsmenn háskólans, ný og fullkomin innhringiþjónusta. Ákveðið var að bjóða upp á þessa þjónustu sem valmöguleika með tilheyrandi sérstökum gjaldskrárlið; þessi þjónusta kemur til með að kosta 350 kr./mán fyrir þá notendur sem eru áskrifendur að annarri þjónustu Reiknistofnunar, en 500 kr./mán fyrir þá sem kjósa að hafa ekki aðgang að póstþjónustu og öðrum fjölnotenda-þjónustuvélum Reiknistofnunar.

Fast mánaðarlegt áskriftargjald fyrir notendanafn hjá RHÍ hækkar lítið eitt, úr 880 í 900 kr. Er þetta fyrsta hækkunin á þessu áskriftargjaldi í meira en átta ár. Á móti kemur lækkun á gjaldi fyrir diskarými. Taxti fyrir útselda vinnu starfsmanna hækkar um 10%.

 

Gjaldskrá RHÍ

Eftirfarandi gjaldskrá gildir frá 1. mars 1998

Gjaldskránni fyrir notkun á tölvu- og netbúnaði er skipt á tvo taxta.
Notendur utan HÍ greiða 24,5% virðisaukaskatt.


Taxti 1 - starfsmenn Háskóla Íslands og stofnana hans. (greiðsla fer fram sem millifærsla í bókhaldi HÍ)

 

Fastagjald: 900 kr./mán
Geislaprentun: 9,90 kr./bls
Diskgeymsla 70 kr./MB/mán
Tengigjald við HÍ-net: 500 kr./mán
Innhringiþjónusta: 350 kr./mán
Innhringiþjónusta f. gervinotendur: 500 kr./mán
Ekki er gjaldfært fyrir notkun nemenda HÍ, nema fyrir geislaprentun og er gjaldið 9,90 kr./bls.

Taxti 2 - allir notendur utan HÍ. (innheimt með reikningi til einstaklings eða fyrirtækis)
      
Fastagjald 1760 (2191) kr./mán
Tengitími: 20 (25) kr./klst
Geislaprentun: 9,90 (12,30) kr./bls
Diskgeymsla: 100 (124,50) kr./MB/mán
Stofngjald: 1000 (1245) kr
 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð