Þorkell Heiðarsson
Ragnar Stefán Ragnarsson
thorkell@rhi.hi.is
ragnarst@rhi.hi.isVefsíðugerð og veftól
Vefgerð verður auðveldari og aðgengilegri með hverjum
deginum sem líður og sífellt koma fram ný tól til þess að auðvelda vefferlið.
Grunnskrefin
Þegar vefað er á háskólaneti má skipta ferlinu í fjögur þrep:
- Vinna síðurnar í vefgerðartóli
- Vistun vefsíðunnar undir möppunni .public_html á heimasafni
viðkomandi.
- Opun heimasafnsins og vefsíðnanna fyrir utanaðkomandi aðgangi
- Viðhald/uppfærsla vefsíðanna
Þrátt fyrir að þetta séu grunnskref í vefsíðugerð er unnið að því að
einfalda og fækka þessum skrefum. Stefnt er að því að um einungis eitt skref verði
að ræða í framtíðinni. Þannig geta PC notendur nú þegar tengst vefsíðusvæðinu
beint og unnið með vefsíðurnar eins og þær væru á harða disknum. (Sjá umfjöllun
um tengingu heimasafns (SAMBA): RHÍ Fréttir nr. 31 eða á vefslóðinni:
http://www.rhi.hi.is/utgafa/frett//97mai/7.html
Fyrsta skrefið
Í þessari grein tökum við fyrir fyrsta þrepið. Fjallað verður um hin ýmsu
vefgerðartól, kosti þeirra og galla.
Netscape Composer 4
Fæst ókeypis á netinu undir slóðinni:
http://home.netscape.com/download/index.html
Kostir: Einfaldur og mjög þægilegur fyrir þá sem nota Netscape vafrarann að
staðaldri, en Composer er innbyggður í Netscape Communicator / Navigator Gold. Mjög
einfalt er að setja upp texta, tengla og grafík.
Gallar: Hentar ekki vel fyrir flóknari vefsíðugerð eins og t.d. uppsetningu á römmum
og töflum.
Microsoft Word
(Fylgir Office 97 fyrir PC og Office 98 fyrir Mac)
Kostir: Einfaldur fyrir þá sem nota Word ritvinnsluna mikið. Auðvelt að snúa Word
skjölum yfir á vefform sem er helsti kostur þessa forrits.
Gallar: Takmarkaðir möguleikar á vefsmíði.
Microsoft Frontpage 98
Kostir: Mjög öflugt tól á flestum sviðum. Auðvelt er að setja upp tengla, myndir og
texta. Ramma og töflugerð með þessu forriti er sérstaklega auðveld. Auk þessa er
innbyggt í forritið tól til að halda utan um vefsíðuskipulag. Fæst bæði fyrir Mac
og PC.
Gallar: Vefskipuleggjarinn er flókinn í uppsetningu á háskólaneti en þó er auðvelt
að nota ritilshluta forritsins (edit) þótt skipuleggjarinn sé ekki notaður.
Claris HomePage
Kostir: Forritið er auðvelt í notkun og ræður við flestar gerðir vefsíðna. Það
er ódýrt og hefur aðallega notið vinsælda hjá Macintosh notendum en fæst þó
einnig fyrir PC. Forritið býður upp á góða samvinnslumöguleika við File Maker
(einnig frá Claris) gagnagrunnskerfið.
Gallar: Rammagerð er ekki sérstaklega einföld. PC notendur gætu talið það galla að
viðmótið í forritinu notfærir sér ekki að fullu þá möguleika sem Win95/NT
býður uppá.
Sérstakir möguleikar
Í nýjustu vefgerðartólunum er mikil áhersla lögð á einfalda vefsíðugerð þannig
að fólk á að geta skellt upp vefsíðu á örskammri stundu.
Í Front Page er boðið upp á tilbúnar vefsíður, sumar allflóknar, sem notandinn
getur síðan fyllt út í (mynd). Þannig gæti notandi forritsins búið til mjög
fagmannlega útlítandi vefsíðu án mikillar fyrirhafnar.
Í Netscape Composer er boðið upp á allsérstakan möguleika, en hægt er að tengjast
vefsíðu hjá Netscape sem hjálpar þér að búa til einfalda vefsíðu skref fyrir
skref. Þetta virkar mjög vel, en er þó einungis nothæft fyrir mjög einfaldar síður
og er nokkuð tímafrekt þegar tengst er með mótaldi. Í Composer getur vefari einnig
unnið beint með vefsíður sem opnaðar hafa verið í Netscape. Þannig er hægt finna
flottar síður á vefnum og nota síðan útlit þeirra fyrir sjálfan sig. (þó skal
minnt á höfundarrétt á ýmsu því sem á vefnum er að finna)
Í Word getur notandi snúið skjalinu sínu yfir í vefsíðu (þ.e. html) með því að
fara í file - save as og velja html document. Forritið skilar útliti skjalanna á
viðunandi hátt.
Þegar unnið er með töflur sker Front Page sig nokkuð úr. Mjög þægilegt er að
vinna með töflur í forritinu og hægt er að teikna upp töflur "fríhendis"
með hjálp músarinnar. Þetta er einnig mögulegt í Word.
Af ofangreindum forritum ráða Hompage og Frontpage við rammasmíðar. Þar sem erfitt
er að lýsa vefrömmum á einfaldan hátt bendum við á eftirfarandi vefsíðu sem dæmi
um slíkt: www.centrum.is
Í Frontpage er rammagerð sérlega þægileg. Hægt er velja úr tilbúnum römmum og
fylla síðan inn í þá.
|