RHÍ Fréttir

nr. 31 maí 1997

  

  

SAMBA

Samskipti á milli PC véla og UNIX fjölnotendatölva

Hvað er SAMBA?

SAMBA er þjónusta sem keyrð er á Unix tölvum RHÍ og gerir notendum kleift að nálgast heimasöfn sín á netþjónum RHÍ ásamt útprentun á nettengda prentara. SAMBA byggist á SMB (Session Message Block) samskiptaaðferð.

Hver er ávinningurinn af því að nota SAMBA?

Fram til þessa hefur Reiknistofnun notast við PC-NFS til að sjá um samskipti á milli Unix og PC tölva. Þrátt fyrir að þessi hugbúnaður virki ágætlega hefur SAMBA ýmislegt fram yfir hann. Á seinasta ári setti Reiknistofnun upp SAMBA á flestar Unix tölvur sem þjónusta byggingar Háskólans. Eftir margar tilraunir og athuganir, m.a. með tilliti til öryggis byrjaði Notendaþjónustan að setja upp PC tölvur með SAMBA teng-ingum hjá notendum. Allar tölvur sem eru innan við árs gamlar ættu því að vera með SAMBA tengingu. SAMBA er hraðvirkari tenging, þar sem mestu munar um að með SAMBA er stýrikerfi vélarinnar með 32 bita netaðgang í staðin fyrir 16 bita tengingu með PC-NFS.

SAMBA er auðveldari í uppsetningu og það er meira að segja hægt að setja upp tengingu í gegnum upphringi-aðgang. SAMBA styður löng skráarnöfn sem nýtist þegar notandi er með Windows 95/NT stýrikerfi. Og síðast en ekki síst er SAMBA ókeypis á meðan NFS hugbúnaður fyrir hverja PC tölvu kostar á bilinu 15 til 30 þúsund krónur.

1. Mynd

2. Mynd

 

 

3. Mynd

 

Þeir sem eru þegar tengdir með SAMBA tengingu geta tengst heimasvæðinu sínu með því að tvísmella á "My Computer" á skjáborðinu. Glugginn sem kemur upp inniheldur öll þau drif sem tölvan er tengd við. Þarna ætti að vera táknmynd fyrir bæði heimasvæði notandans og kennarasvæðið (venjulega uppsett sem f: og k: drif). Ef tengingar við þessi svæði eru ekki til staðar er hægt að koma þeim á með því að fylgja eftirfarandi skrefum:
  1. Tvísmelltu á "My Computer³ á skjáborðinu.
  2. Merktu við "View-Toolbar³ ef það er ekki þegar búið að gera það.
  3. Smelltu á táknmyndina "Map Network Drive³ (sjá 1. mynd).
  4. Upp kemur gluggi (2. mynd). Veldu drifbókstafinn í "Drive³ sem þú vilt nota til að tengjast svæðinu (venjulega er valið f: fyrir heimasvæði notanda og k: fyrir kennarasvæði).
  5. Í "Path³ er sleginn inn slóðin að svæðinu sem á að tengjast. Slóðin er samsetning af nafni SAMBA þjónsins og nafni svæðis á eftirfarandi hátt:\\þjónn\nafn-svæðis. Nafn þjónsins fer eftir því hvar tölvan er staðsett(1. Tafla).

Dæmi

Notandinn ragnarst sem staddur er út í Odda tengist heimasvæðinu sínu með því að velja eftirfarandi:

Drive: f:

Path: \\oddi\ragnarst

Sami notandi tengist kennslusvæðinu á eftirfarandi hátt:

Drive: k:

Path: \\oddi\kennsla

Ef tengjast á heimasvæði notanda er nafn svæðisins notandanafn viðkomandi aðila. Ef tengjast á kennarasvæðinu er nafn svæðisins "kennsla".

Athugið eftirfarandi

  • Til að geta séð .public_html möppuna á heimasvæðina verður notandinn að fara í "My Computer³, velja "View-Options-View³ og merkja við "Show all files³.
  • Til að geta dreift gögnum til nemanda í gegnum svokallað kennarasvæði þarf kennarinn að biðja um að sett verði upp mappa sem hann hefur aðgang að. Besta leiðin til að fá þetta uppsett er að senda beiðni til Notendaþjónustunnar (help@rhi.hi.is).

 

Hvaða möguleikar opnast með því að vera tengdur Háskólanetinu í gegnum SAMBA?

Notandi getur unnið með heimasafnið sitt eins og það sé harður diskur í PC tölvunni. Heimasvæði notenda eru afrituð reglulega og með því að vista skjöl þar getur notandinn látið endurheimta gögn ef eitthvað fer úrskeiðis.

Ef notandi er tengdur við Háskólanetið með upphringisambandi getur hann haldið áfram að vinna í sömu gögnum og hann vinnur með á skrifstofunni uppi í skóla. SAMBA tenging auðveldar til muna upplýsingadreifingu kennara til nemenda.

Hægt er að vista heimasíður beint á heimasvæðið sitt. Notendur þurfa þá ekki lengur að nota FTP og telnet forrit til að setja upp og breyta heimasíðum og einfaldar það heimasíðugerðina til muna. Kennarar geta einnig tengst svokölluðu kennslusvæði. Á því svæði geta kennarar dreift gögnum til nemanda og undirbúið þannig kennslu fyrir tíma í tölvuverum RHÍ.

Nemendur eru með þetta svæði sem k: drif í tölvuverum og geta því auðveldlega nálgast gögnin.

Hvaða kröfur gerir SAMBA til vél- og hugbúnaðar?

Lágmarks kröfur eru eftirfarandi:

  • Örgjörvi: 486DX 25MHz
  • Minni: 8 MB.
  • Stýrikerfi: Windows 3.11 (mælt með Windows 95/NT)

SAMBA er ekki til fyrir Macintosh tölvur eins og er. Macintosh notendur geta aftur á móti nýtt sér CAP þjónustu á Unix vélum RHÍ sem virkar á samskonar máta.

Ragnar Stefán Ragnarsson

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð