RHÍ Fréttir

nr. 34 maí 1998

  

  

  

SPSS undir UNIX lagt niður

Komið hefur í ljós að notkun á SPSS tölfræðihugbúnaðarpakka undir Unix á fjölnotendatölvum RHÍ hefur verið mjög lítil undanfarin ár. Af þessum sökum hefur verið ákveðið í sparnaðarskyni að endur-nýja ekki núverandi notkunarleyfi þegar það rennur út þann 31. ágúst næst-komandi.
Notendur SPSS undir Unix verða því að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að flytja gögn sem kunna að vera geymd á þessu formi og einungis aðgengileg í gegnum SPSS-X fyrir áðurnefndan dag.

Fjármagni sem sparast með þessari aðgerð verður ráðstafað til að bæta framboð á tölfræðihugbúnaði á annan hátt. Hvernig staðið verður að því nákvæmlega er enn í athugun hjá RHÍ í samráði við notendur.
„Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.“

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð