RHÍ Fréttir

nr. 34 maí 1998

  

  

  Douglas Brotchie
douglas@hi.is

Reiknistofnun birtir nú „Kennitölur úr rekstri" eins og gert hefur verið undanfarin ár, til að reyna að fá yfirlit yfir og fylgjast með þróun í rekstrarmálum stofnunarinnar.

Talnaglaðir lesendur geta skemmt sér með því að rýna í tölurnar. Fyrir hina sem kjósa frekar að fá tölulegar upplýsingar matreiddar er hægt að benda á ýmislegt sem hægt er að lesa úr tölunum.

Mest áberandi er áframhaldandi vöxtur á notkun Veraldarvefs (WWW), með ársvexti yfir 100%. Á hinn bóginn er Gopher greinilega dautt kerfi, og verður hætt að birta tölur um notkun á Gopher eftir þetta yfirlit. (Er einhver sem man eftir Gopher ... ?)

Diskarými notað af háskólanemendum hefur aukist á tímabilinu svo um munar, nánara tiltekið um 65% milli ára. Heildardiskarými í boði fyrir nemendur í nóvember í fyrra var 34,4 GB.

Notkun tölvupósts heldur áfram að vaxa hratt, þó svo að fjöldi tölvupóstnotenda hjá háskólanum haldist stöðugt.

Háskólanetið vex, með ársvöxt 23%.

Einnig er áhugavert að skoða þróun í fjölda notenda. Lítilsháttar samdrátt er hægt að sjá þar, sem ég túlka á þann veg að þörf núverandi notendahóps sé mettuð. Smávægileg fækkun á notendafjölda endurspeglar helst aukið kostnaðareftirlit

Síðast en ekki síst má sjá út úr tölunum að notkun á Windows NT jókst mjög hratt árið1997 í kjölfarið á endurnýjun sem átti sér stað það ár. Helsti orsakavaldur hér var ábyggilega sú endurnýjun á búnaði í flestum tölvuverum þar sem eldra notendaumhverfi Windows 3.11 var skipt út fyrir Windows NT stýrikerfi.

Kennitölur úr rekstri RHÍ

 

tafla.jpg (105037 bytes)

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð