RHÍ Fréttir

nr. 34 maí 1998

  

  

Framkvæmdir í tölvuverum RHÍ í sumar

Af framkvæmdum í tölvuverum í sumar er það helst að frétta, að settar verða upp nýjar tölvur í nýtt tölvuver 3ju hæðar Odda.

Tölvuver þetta verður staðsett þar sem nú er lestrarsalur og kemur það til með að leysa af hólmi eldri tölvur sem hafa nú þjónað nemendum dyggilega í hart nær fimm ár. Einnig er ráðgert að endurnýja tölvur í Eirbergi, húsnæði námsbrautar í hjúkrunarfræði.

Með framkvæmdum þessum markast sá merki áfangi að stýrikerfið Windows NT er þá uppsett í öllum tölvuverum á Háskólasvæðinu. Notendahugbúnaður verður einnig sá hinn sami og í öðrum tölvuverum, s.s. Microsoft Office 97, Netscape Communicator og Eudora.

Áætlað er að framkvæmdum við bæði þessi tölvuver verði lokið fyrir 1. september.

Stjórnarskipti hjá RHÍ

Nýlega fór fram í háskólaráði kosning í stjórn Reiknistofnunar.

Í nýrri stjórn sitja eftirtaldir (talið frá vinstri á mynd): Ásta Thoroddsen (námsbraut í hjúkrunarfræði), Snjólfur Ólafsson (viðskipta og hagfræðideild), Þórður Kristinsson (stjórnsýsla HÍ), Hjálmtýr Hafsteinsson (raunvísindadeild) og Eiríkur Rögnvaldsson (heimspekideild). Auk þeirra er á myndinni Douglas Brotchie forstöðumaður RHÍ.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð