RHÍ Fréttir |
nr. 32 desember 1997 |
|
|
|
|
Douglas Brotchie douglas@rhi.hi.is Dani kynnir myndsíma Reiknistofnun hefur verið frá því í vor í samræðum og samvinnu við Svend B Andersen frá sálfræðirannsóknastofu Kaupmannahafnarháskóla. Svend hefur verið ötull hvatamaður að notkun myndsímafundatækni í háskólastarfsemi, ýmist við kennslu, próftöku, ritgerðavörn o.fl. o.fl. Samskipti við hann hafa reynst mjög örvandi fyrir starfsmenn Reiknistofnunar; ef til vill er hann að beita meðvitaðri eða ómeðvitaðri kunnáttu sinni sviði sálfræði á til að efla og styrkja samstarfsvilja okkar. Nýjasta skrefið í málinu var stigið nú í október þegar Svend kom til okkar með búnað fyrir einmenningstölvu, lítinn, nettan og ódýran aukabúnað sem gengur á ISDN (Samnet") tengingu. Um leið hvatti hann okkur til að gera tilraunir, ekki síðar en þegar í stað. Til að gera langa sögu stutta - þá gerðum við það. Eftir barning við einmenningstölvubúnað, sem sannaði, ef sönnun vantaði, að plug-and-play" er enn sem komið er orð og auglýsingabrella frekar en raunveruleiki, var komið á myndsíma-fundi innan fáeinna tíma með starfsbræðrum í Hafnarskólanum. Tæknin sannaði sig fullkomlega. Næsta skref er að gera fleiri tilraunir, meðal annars með myndsímafundarherbergi sem fjallað er um hér í blaðinu. Þessi tækni er virkilega áhugaverð, lofar góðu, og á eftir að verða þýðingarmikil í háskólastarfsemi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nánar hvað við höfum gert eða erum að gera í þessu máli - hafið samband. Svend Andersson við myndsímann |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |