RHÍ Fréttir |
nr. 32 desember 1997 |
|
|
|
|
Steingrímur Óli Sigurðarson steingro@rhi.hi.is Endurnýjun tölvuvera RHÍ Eins og nemendur og kennarar hafa væntanlega tekið eftir, hefur tölvukostur í tölvuverum Reiknistofnunar tekið stakkaskiptum á liðnu sumri. Á meðfylgjandi yfirlitsmynd má glöggt sjá að tölvukosturinn er óðum að færast til nútímans, en betur má ef duga skal. Ákvörðun um fjárveitingu og framkvæmdir í tölvuverum kom fremur seint fram, eða í júníbyrjun og varð því að hraða framkvæmdum eins og framast var kostur, til að sem minnst röskun yrði fyrir nemendur. Unnið var eftir nákvæmri tímaáætlun og stóðst hún í meginatriðum. Hér skal stiklað á því helsta sem framkvæmt var síðastliðið sumar. Nýr vélbúnaður - Nýtt tölvuver Leitað var tilboða í nýjar tölvur í tölvuverin og bárust tilboð frá 5 aðilum. Teknar voru til prófunar 6 mismunandi vélartegundir. Eftir ítarlegar prófanir starfsmanna RHÍ var ákveðið að ganga til samninga við Nýherja um kaup á IBM PC 330 Pentium tölvum. Flestar tölvurnar komu svipað út úr hraðaprófunum, en allt yfirbragð IBM tölvanna var mjög til fyrirmyndar.Gerði þar útslagið mjög góður skjár, sterklegt lyklaborð og mús, einnig var kassi tölvanna mjög traustvekjandi og auðveldur í opnun/lokun. Tölvur þessar eru með Intel Pentium 166 MHz MMX örgjörva, 32 Mb EDO minni, 256 Kb flýtiminni, 2.5 Gb EIDE disk, 8X geisladrif og 3COM netkort. Nýju tölvurnar, 34 talsins, eru nú upp settar í þremur tölvuverum; í nýju tölvuveri í Læknagarði, í stofu 103 í Odda og stofu 1 í Vetrarhöll. Samfara þessu voru keyptir nýir Sun Enterprise 150 netþjónar fyrir Læknagarð og Vetrarhöll. Netþjónn sem fyrir var í Vetrarhöll var fluttur í Árnagarð. Þá má einnig nefna 2 nýlegar Pardus tölvur sem settar voru upp í bókasafni lyfjafræði lyfsala, Haga og tölvuveri námsbrautar í sjúkraþjálfun á Vitastíg. Nýtt stýrikerfi og notendahugbúnaður Nýtt stýrikerfi, Windows NT (4.0) ásamt nýjum notendahugbúnaði hefur nú verið sett upp í 6 tölvuverum. Það þarf vart að taka það fram að umrætt stýrikerfi er mun stöðugra og auðveldara í viðhaldi en það eldra, Windows 3.11. Nýja stýrikerfið er grundvallarforsenda þess að hægt sé að keyra nýjasta notendahugbúnaðinn sem boðið er upp á í tölvuverunum, s.s. Microsoft Office97, Netscape Navigator Gold 3.0, Eudora 3.0 og nýtt AutoCAD R14 Yfirlit yfir einmenningstölvur í tölvuverum RHÍ - október 97. Hér koma ekki fram 3 Macintosh vélar sem staðsettar eru í Árnagarði. Einnig er ótalinn tölvubúnaður RHÍ í Eirbergi,Grensásvegi 12, Haga og á Vitastíg. Almennar leiðbeiningar um notkun Windows NT í tölvuverum er að finna
á eftirfarandi vefsíðu: Endurbætur á eldri vélbúnaði Til að NT stýrikerfið og nýrri notendahugbúnaður gengi sæmilega á eldri vélbúnaði, reyndist nauðsynlegt að auka vinnsluminni úr 16 Mb í 32Mb. Þetta á við um eldri tölvur í tölvuverum Odda 102, Vetrarhöll 2 og VRII. Þar að auki var sitthvað athugavert við ástand vélanna sem þurfti að laga, s.s. bilaðar mýs, lyklaborð, viftur og skjáir margir hverjir orðnir mjög þreyttir. Enn á eftir að uppfæra tölvur og stýrikerfi í tölvuverum Árnagarðs, Lögbergs og 3ju hæðar Odda. Uppsetning hugbúnaðar í tölvuverum Þar sem uppsetning stýrikerfisins Windows NT er hardware specific", þ.e.a.s. tekur mið af þeim vélbúnaði sem uppsettur er í hverju tölvuveri, er nú nauðsynlegt að allar breytingar og uppsetningar á hugbúnaði eigi sér stað á tölvu í viðkomandi tölvuveri, eða samskonar tölvu hjá RHÍ í Tæknigarði. Til auðvelda umsjónarmönnum tölvuvera aðgengi að tölvuverunum hefur verið tekinn frá tími á stundatöflu tölvuvera þar sem gert er ráð fyrir reglulegum viðhaldstíma" í viku hverri, eða 2 klst. á viku. Ekki er bókaður tími fyrir kennslu þessar 2 klst. í viku hverri. Í þessu sambandi vill umsjón tölvuvera minna á mikilvægi þess að uppsetning nýs hugbúnaðar og/eða breytingar á uppsetningu hugbúnaðar í tölvuveri séu ákveðnar með eðlilegum (a.m.k. viku) fyrirvara. Eru kennarar vinsamlegast beðnir um að senda umsjónarmanni tölvuvera sérstaka beiðni varðandi slíkar framkvæmdir í tæka tíð. Að lokum er vert að minna á, að ítarlegar upplýsingar um tölvuverin er að finna á vefsíðu tölvuvera: Erfiðri törn lokið! Ragnar Stefán (framar á mynd) og greinarhöfundur í nýju tölvuveri í Læknagarði. Í verinu eru 10 nýjar IBM MMX 166 tölvur sem keyra á NT 4.0 stýrikerfi. Þar er einnig að finna nýjan HP Laser Jet 5M geislaprentara. Tölvuverið tengist HÍ netinu með ljósleiðara sem lagður var að læknagarði nýlega. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |