RHÍ Fréttir |
nr. 32 desember 1997 |
|
|
|
|
Nýr starfsmaður Nú á haustmánuðum tók til starfa nýr starfsmaður hjá Reiknistofnun. Heitir hann Ragnar Már Vilhjálmsson og mun starfa við notendaþjónustu. Ragnar starfaði áður sem hlutastarfsmaður stofnunarinnar. Við bjóðum Ragnar velkominn til starfa.
Kerfi 8 fyrir Macintosh Nýlega kom nýtt stýrikerfi fyrir Macintosh á markað. Þetta er kerfi 8. Þrátt fyrir að þetta kerfi byggi enn á gömlum grunni hafa orðið á því nokkrar veigamiklar breytingar sem ekki sjást á yfirborðinu. Þar má helst nefna að búið er að endurskrifa Finder" fyrir PowerPC, þannig að hann er nú nokkuð hraðvirkari, auk þess sem hann bíður uppá ýmsa nýja möguleika. Auk þessa getur Finder" nú verið með nokkur verk í gangi í einu (fjölþráðavinnsla). Ýmsar minni breytingar hafa verið gerðar á kerfinu, þar á meðal útlitsbreytingar og breytingar sem ætlað er að gera viðmót stýrikerfisins þægilegra. Hér eru dæmi um nokkrar breytinganna:
Flýtilyklar í Macintosh Gott getur verið að nota flýtiskipanir þegar unnið er á Macintosh. Þegar slíkar skipanir eru orðnar manni tamar geta þær sparað umtalsverða vinnu. (plús táknar að halda eigi niðri báðum hnöppum)
Pappírsrýrnun í tölvuverum Öðru hvoru ber á því að nemendur kvarti yfir að pappír vanti í prentara í tölvuverum RHÍ. Af því tilefni var nýlega gerð ítarleg úttekt á A4 pappírs-notkun í tölvuverum og voru til þess notuð gögn úr teljurum prentara í verunum. Þegar niðurstöður teljaranna og inn-keypt pappírsmagn var borið saman kom ýmislegt í ljós. Þannig er ljóst að umtalsverður hluti þess pappírs sem keyptur var síðastliðið ár hefur horfið með dularfullum hætti þar sem þessi pappír hefur aldrei skilað sér í gegnum teljara prentaranna. Hér er því um mikla rýrnun og umtalsverða fjármuni að ræða. Pappír sem liggur frammi í tölvuverum Háskólans er reikningsfærður á RHÍ og er að sjálfsögðu einungis ætlaður til notkunar í viðkomandi prentara og er óheimilt að nýta hann með öðrum hætti. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |