RHÍ Fréttir |
nr. 29 apríl 1996 |
|
|
|
|
VefsíðugerðartólSigfús Magnússon [Myndir vantar tímabundið í þessa grein] Ný kynslóð vefsíðugerðartóla virðist vera að gera vefsíðugerð jafn aðgengilega og gerð annarra skjala. Í upphafi vefbyltingarinnar stóðu þeir einir í vefsíðugerð sem höfðu skilning á því síðugerðarmáli sem vefsíður eru skrif-aðar í og ánægju af því að semja skjöl með illskiljanlegum kóðum og táknum. Fljótt sáu hugbúnaðarframleiðendur þörfina á tólum til að auðvelda notkun HTML og skutu upp kollinum nokkur forrit sem áttu að einfalda síðusmíðar. Hins vegar var það í byrjun þannig að vefgerðarforritin virtust frekar flækja þessa smíð frekar en hitt ásamt því að forritin skiluðu oft frá sér vitlausum HTML kóða. Þetta gerði það náttúrulega að verkum að fólk hætti fljótlega að spá í þessi tól og reyndi frekar að tileinka sér skrif í HTML. Kannski er full snemmt að tala um nýja kynslóð þessara forrita því þau elstu hafa einungis verið á markaðnum í 2 ár en fjöldi nýrra tóla hefur orðið til nú á síðustu mánuðum og lítur út fyrir að nokkur þeirra séu hentug til síðusmíða. Ritvinnslu- og umbrotsforrit eins og Word, ClarisWorks og PageMaker bjóða mörg hver notandanum að vista skjöl sem HTML en í fæstum tilfellum hefur verið lögð mikil vinna í þessa eiginleika og eru þeir vægast sagt frumstæðir í dag. Ég hef skoðað mörg vefsíðugerðartól fram til þessa dags og orðið fyrir vonbrigðum með flest þeirra. Ástæður þessa eru margþættar, en helst er það að nefna að forritin vildu nota HTML kóða fyrir íslenska stafi. Til dæmis var notað &Yacute í stað Ý ásamt því sem forritin unnu vitlaust með suma íslenska stafi. Einnig áttu þessi forrit erfitt með að lesa inn síður sem átti að breyta og urðu síðurnar oft einn grautur eftir þær breytingar. Nú í dag hef ég aðeins rekist á tvö forrit sem geta talist nothæf til síðusmíða. Almennt eru bundnar miklar vonir við annað forritið, PageMill frá Adobe, en talað hefur verið um að það komi til með að umbylta síðusmíð á sama hátt og umbrotsforrit, líkt og PageMaker frá sama framleiðanda, breyttu útgáfustarfsemi fyrir nokkrum árum síðan. Ég prófaði tilraunaútgáfu (demo) af forritinu og leist nokkuð vel á. Reyndar virkaði forritið ekki með stafaþrenningunni ógurlegu (þ,ð,ý) en ég hef heyrt að búið sé að laga það í nýjustu útgáfunni. PageMill er selt á almennum markaði og má gera ráð fyrir því að greiða þurfi í kringum 10 þúsund fyrir eintakið. Hitt forritið sem vakið hefur áhuga minn heitir PageSpinner og skrifað af svíanum Jerry Åman en forritið er shareware og kostar 25 dollara og hentar að mörgu leyti mjög vel til síðusmíða og mun ég beina umfjöllun minni að því forriti.
PageSpinner Eftir að hafa stillt forritið getur notandinn hafist handa við að byggja upp síðuna og kemur fljótlega í ljós að textinn fær mismunandi lit og lögun eftir því hvaða HTML kóði er fyrir framan og aftan hann. Notandinn getur vistað skjalið og skoðað það á auðveldan hátt með því að ýta á slaufu-Y og opnast síðan þá í þeim vefskoðara sem valinn hefur verið. HTML staðallinn gengur í gegnum örar breytingar og viðbætur um þessar mundir (sjá grein á bls 4). Fyrirtæki eins og Netscape hafa komið með sínar eigin viðbætur við HTML staðalinn og raunverulegi staðallinn er til í nokkrum útgáfum; verið er að vinna í útgáfu 3 en síðasta samþykkta útgáfa er 2. Ekki geta allir vefskoðarar túlkað HTML 3.0 kóða á réttan hátt og á sama hátt geta ekki allir skoðarar túlkað HTML kóða sem Netscape hefur samið sérstaklega fyrir Netscape Navigator. Við gerð heimasíðna er oft ágætt að reyna að hafa síðurnar þannig að sem flestir eigi möguleika á að lesa þær vandræðalítið. Þannig er oft best að halda sig við HTML staðalinn og nota frekar þá HTML kóða sem flestir vefskoðaðar geta túlkað. PageSpinner einfaldar valið á slíkum kóðum því í valblöðum kemur fram hvort HTML kóðinn sé Netscape viðbót, úr HTML 3.0 eða almennur HTML kóði.
Síða smíðuð í PageSpinner Einn stór kostur við PageSpinner er sá að notandinn sér hvaða HTML kóða forritið er að búa til. Þetta gerir það að verkum að notandinn fær meiri tilfinningu fyrir HTML og lærir síðugerðarmálið frekar. Ásamt því að setja upp HTML kóða fyrir notandann getur PageSpinner að-stoðað hann við að setja upp flóknari HTML hluti eins og töflur og eyðublöð. Til þess er notaður HTML hjálparinn en hann er ræstur með því að velja hann úr valblaði með mynd af hjálparanum eða með því að smella á mynd af honum efst í glugga skjalsins. Þegar hjálparinn hefur verið valinn getur notandinn beðið um hjálp við ýmsar uppsetningar og einnig er hægt að fá dæmi um alls kyns HTML brellur með því að smella á Example hnappinn. Af þessum dæmum má sjá hvernig hægt er að gera ýmsar brellur með HTML og notandinn getur að sjálfsögðu flutt HTML kóðann fyrir þessar brellur á síður sínar.
Búinn að búa til síðu í PageSpinner, hvað svo? PageSpinner vinnur mjög vel með öðrum Internet forritum og er í einu af valblöðum forritsins upptalning á mörgum Internet forritum og er tenging þaðan yfir í þau. Ef notandinn heldur t.d. niðri valhnappnum (e. option) og velur einhvern annan vefskoðara en hann hefur valið sem aðalvefskoðara í PageSpinner þá opnast síðan sem hann er að gera í þeim vefskoðara. Þetta hjálpar notandanum við að gera síðu sem er aðgengileg og læsileg úr öðrum vefskoðurum. Ágætis bóluhjálp er innbyggð í PageSpinner og er þar hægt að finna útskýringar á flestu þeim möguleikum sem forritið hefur upp á að bjóða. Forritið hefur einnig góða Apple-leiðsögn og þar er hægt að fá enn frekari upplýsingar og svör. Að lokum vil ég skora á sem flesta sem hafa áhuga á síðusmíðum að ná sér í eintak af PageSpinner en hægt er að nálgast forritið á ftp://ftp.rhi.hi.is/pub/mac/util/PageSpinner1.0.2.sit.hqx. Þar sem forritið er shareware vil ég hvetja þá sem nota forritið að greiða höfundi þess það gjald sem hann fer fram á svo hann geti enn frekar þróað þetta skemmtilega forrit sitt. Þegar notandinn hefur lokið við smíði heimasíðu og er orðinn sáttur við hana verður hann að koma henni á réttan stað á heimasafni sínu á tölvum Reiknistofnunar svo að Internet notendur geti haft gagn og gaman af henni. Síðuna þarf að geyma á ákveðnum stað og hægt er að nota Fetch til að búa til þann stað og til að flytja skrárnar yfir. Fetch er skráaflutningsforrit og á að vera staðsett í Netbún-aðarmöppunni á tölvu notandans. Þegar Fetch hefur verið ræst upp velur notandinn File->New Connection eða File->Open Connection (mismunandi eftir útgáfum) og þá kemur upp gluggi. Notandinn slær inn annað hvort hengill eða krafla þar sem stendur Host, User ID er notandanafn notandans, Password er lykilorð hans (sama og í tölvupóstinum) en ekki þarf að skrifa neitt í Directory nema sé notandinn búinn að búa til það skráasafn sem geyma á síðuna í, en þá skrifar hann .public_html þar. Síðan styður notandinn á OK hnappinn og þá kemur listi yfir þær skrár sem geymdar eru á heimsafni notandans. Best er að byrja á því að tryggja að allir geti nálgast síðuna með því að velja Remote->Send FTP Command og skrifa SITE UMASK 222 í gluggann sem kemur þá upp. Því næst verður notandinn að trygga aðgengi annarra að heimasafni hans með því að velja Remote->Send FTP Command og skrifa SITE CHMOD 700 ., athugið að punkturinn er ákaflega mikilvægur í þessari skipun. Til að búa til skráasafnið sem geyma á síðuna velur notandinn Directories->Create New Directory... og skrifar .public_html í gluggann sem þá kemur upp. Ef skráasafnið er þegar til fær notandinn meldingu þess efnis. Síðan tvísmellir notandinn á .public_html í upptalningunni í glugganum og er þá kominn ofan í skráasafnið sem geyma á síðuna. Athugið að einungis skjöl í .public_html skráasafninu sjást á vefnum. Til að koma síðunni yfir styður notandinn á Put File hnappinn og velur þá skrá sem hann ætlar að flytja og svo er hann spurður um skráaflutningsaðferð. Þar er best að velja Raw Data og Fetch flytur þá skrána yfir á réttan stað. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ