RHÍ Fréttir

nr. 29 apríl 1996

  

  

Smíði á vefsíðum með HTML3

Steingrímur Birgisson

Nýjustu vefbrásarar (web browsers) hafa sífellt verið að auka málakunnáttu sína með því að bæta við HTML (Hypertext Markup Language) skipanasettið sem þeir geta túlkað. Fyrir tæplega ári síðan þegar ég var að tala um HTML2 í apríl fréttabréfinu var HTML3 ekki enn komið í gagnið svo heitið gæti.

Enn vantar upp á að hægt sé að fara tala um HTML3 af einhverri alvöru þar sem það hefur enn ekki verið samþykkt sem staðall í heild sinni. Nýjustu fréttir af HTML3 herma að því verði skipt niður í hluta og þeir samþykktir eftir þörfum. Vefbrásarar eru sumhverjir þó farnir að túlka hluta af HTML3 svo sem eins og töfluskilgreiningar og hefur þessi útgáfa af HTML gengið undir nafninu HTML+.

Framleiðendur vefbrásara hafa margir hverjir verið að koma með sínar eigin útfærslu á HTML tungumálinu. Þannig hefur til að mynda Netscape verið með ýmsar viðbætur eða nánari úfærslur á hinum ýmsu skipunum. Því verður þó sleppt að fjalla um slíkt hér og það látið bíða til betri tíma en ég læt hins vegar nokkur heilræði fylgja með í lokin um hvernig best er að haga sjálfri síðugerðinni.

Höfuðhlutar
&ltrange from="merki" until="merki">Mörk &ltspot id="merki"> í vefskjali
&ltstyle>...</style>Uppsetning á stílum

Með STYLE verður t.d. hægt að skilgreina eftirfarandi:

&ltHEAD>
&ltTITLE&gtTitle</TITLE>
&ltSTYLE TYPE="text/css">
  H1 { color: brown }
  P  { color: blue  }
</STYLE>
</HEAD>

Útlitslæg mörkun
&lttabstop id="merki">Tab stopp merkt á viðkomandi stað
&lttab to="merki">Hopp í ákveðið tab merki
&ltsmall>...</small>Minnkun á texta (sjá &ltbig>)
&ltbig>...</big>Stækkun á texta (sjá &ltsmall>)
&lts>...</s>Útstrikun, kemur í staðinn fyrir &ltstrike>

Röklæg mörkun
&ltsub align="..."> ...</sub> Undirskrift
&ltsup align="..."> ...</sup> Yfirskrift
&ltacronym>... </acronym> Samnefni
&ltabbrev>...</abbrev> Skammstöfun
&ltperson>...</person> Persónuleg nöfn
&ltlang>...</lang> Texti á öðru tungumáli
&lta id="merki"> Akkeri, id kemur í staðinn fyrir name
&ltdel>...</del> Eyddur texti en þó enn til staðar til glöggvunar
&ltins>...</ins> Innskotstexti
&ltdfn>...</dfn> Skilgreining
&ltau>...</au> Heiti höfundar
&ltq>...</q> Tilvitnun afmörkuð með gæsalöppum

Formlæg mörkun
&ltnote role="..."> ...</note> Neðanmálsgrein, hliðarmálsgrein, o.s.frv.
&ltdiv class="..."> ...</div> Kaflaskil, greinarskil, o.s.frv.
&ltbanner>...</banner> Upplýsingar festar á skjá
&ltspot id="merki"> Merki fyrir &ltrange>
&ltlh>...</lh> Haus á lista á undan fyrsta &ltli> eða &ltdt>
&ltbq>...</bq> Skammstöfun fyrir &ltblockquote>

Töflur
Það er ekki að sjá að töflutagið í HTML3 hafi beint verið ætlað til þess að mannsaugað kæmi þar mikið nálægt. Flestar skilgreiningarnar eru skammstafaðar en það getur verið mjög til hagræðis í töflusmíði ef setja þarf mikið að upplýsingum inn í töflu án þess að nota til þess þar til gert forrit.

&lttable [border]>... < /table> Tafla
&ltcaption>... </caption> Fylgitexti með töflu
&lttr>...</tr> Töflulína
&ltth>...</th> Haus fyrir línu eða dálk
&lttd>...</td> Töflugildi

Dæmi:

&ltTABLE BORDER>
	&ltTR>&ltTH&gtHráefni</TH>&ltTH&gtMagn</TH></TR>
	&ltTR>&ltTD&gtSalt   </TD>&ltTD&gt1 tesk</TD></TR>
	&ltTR>&ltTD&gtSykur  </TD>&ltTD&gt1 bolli</TD></TR>
	&ltCAPTION&gtTafla í HTML3</CAPTION>
</TABLE>

Á myndinni fyrir neðan sést hvernig þessi tafla lítur út í Netscape.

HráefniMagn
Salt 1 tesk
Sykur 1 bolli
Tafla í HTML3

Myndir
Með HTML3 mun koma öflugri framsetning á myndum sem býður upp á betri stýringu á því með hverjum hætti myndirnar eru inngreiptar inn í textann á vefsíðunni; svo sem eins og fylgitexti með mynd og ýmis konar merkingar bæði innan vefskjalsins og á myndinni sjálfri.

< fig src="url">... </fig> Mynd
&ltcaption>...</caption> Fylgitexti með mynd
&ltcredit>...</credit>Eigandi myndar

Dæmi:

&ltFIG ID="m01" SRC="/~notandi/monalisa.gif" ALIGN=right>
	&ltCAPTION ALIGN="bottom"&gtMona Lisa</CAPTION>
	&ltP&gtTakið eftir dularfullu &ltA HREF="bros.html"
	SHAPE="rect 20,120,50,140"&gtbrosinu</A> sem svo margir hafa velt sér fyrir</P>
	&ltCREDIT&gtLeonardo da Vinci</CREDIT>
</FIG>

Hægt er að gefa upp önnur gildi á align eins og left (sjálfgefið), right eða float. Ef valið er float getur myndin verið fljótandi í skjalinu þannig að henni er þá sjálfvirkt valinn einhver hentugur staður af vefbrásaranum.

Stærðfræði
Ekki eru stærðfræðiskipanirnar í HTML3 enn komnar inn í vefbrásarana en þess er vonandi ekki langt að bíða.

&ltmath [model="..."]> ...< /math> Formúla
&ltbox>...</box> Inngreipir tákn í eina heild
&ltover> og &ltatop> Aðskilur brot með eða án striks
&ltabove>...</above> Teljari
&ltbelow>...</below> Nefnari
&ltroot root="n"> Veldi af n-ta stigi
&ltarray>...</array> Fylki líkt og í LaTeX
&ltarrow>...</arrow> Röð innan fylkis
&ltitem>...</item> Hluti af röð innan fylkis

Dæmi:

&ltmath>
	C &ltbox&gtdV&ltsub&gtout</sub>&ltover&gtdt</box> = I&ltsub&gtb</sub>
	&tanh;(&ltbox>&kappa;(V&ltsub&gtin</sub>-V&ltsub&gtout</sub>)&ltover&gt2</box>)
</math>

Útkomuna úr þessu dæmi má sjá hér að neðan

C dVoutdt = Ib &tanh;(&kappa;(Vin-Vout)2) (Ef formúlan hér til hliðar birtist ekki "eðlilega" býður brásarinn þinn ekki upp á alla stærðfræðimöguleika HTML3.)

Heilræði við smíði á vefsíðum
1. Gera vefsíðuna læsilega; það eru fáir sem endast lengi við að reyna að rýna í vefskjal með svo skrautlegum bakgrunni að textinn í skjalinu er nær ólæsilegur.

2. Lágmarka tímann sem tekur vefsíðuna að koma upp í vefbrásaranum og lágmarka þannig áreynslu á biðlund þess sem skoðar, en hún reynist æði oft vera takmörkuð. Flestar rannsóknir á viðbrögðum notenda við töfum í tölvuvinnslu hafa sýnt fram á að öll bið umfram 20 sekúndur er illþolanleg. Þannig getur góð vefsíða verið kaffærð í grafík sem enginn nennir að bíða eftir vegna þess hve lengi hún er að berast.

3. Bjóða upp á efnisyfirlit þar sem hægt er að hoppa í viðkomandi atriði ef vefsíða fer yfir þrjár skjáfyllir miðað við 14" skjá og jafnvel takmarka sérhverja síðu við þá lengd.

4. Hafa ákveðið skipulag á hverri vefsíðu. Hafa höfuð síðunnar með viðeigandi titli sem lýsir innihaldi hennar og hafa í fæti síðunar til dæmis upplýsingar um hvenær hún búin til eða síðast yfirfarin, um höfund síðunar; nafn hans og t.d. póstfang.

5. Vera með kjöt á beinunum; ekki hafa vefsíðu bara eintóma og oftar en ekki innantóma upptalningu.

6. Nota tilvísanir þar sem það á við. Ekki nota klikkið hér á vefsíðu til tengingar við aðra vefsíðu. Nota frekar þau orð sem tengjast viðkomandi síðu fyrir sjálfa tenginguna við síðuna.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ