RHÍ Fréttir

nr. 29 apríl 1996

  

  

Aukin notkun háskólanets og þjónustu RHÍ

Richard Allen
Guðmundur Bjarni Jósepsson

Í fyrra birtust í fréttabréfinu upplýsingar um notkun tölvupósts, WWW, Gophers og fleira. Við tókum saman sömu upplýsingar ári seinna, bæði til gagns og gamans.

Notkun á öllum búnaði og þjónustu sem Reiknistofnun veitir hefur aukist umtalsvert og má rekja það að einhverju leyti til aukins áhuga á Internetinu og veraldarvefnum. Hefur notendum milli ára fjölgað úr tæplega 4200 í 5500.

Mest áberandi er samt aukningin í notkun veraldarvefsins. Notkun á honum í háskólanum jókst um rúmlega 600% frá nóvember 1994 fram í nóvember 1995! Hefur Reiknistofnun þurft að gera breytingar á búnaði sínum oftar en einu sinni til að anna þessari auknu notkun og frekari breytingar eru fyrirhugaðar.

Eftirspurn eftir Gopher þjónustu minnkar talsvert en það kemur að sjálfsögðu til vegna aukins framboðs á efni á veraldarvefnum.

Það er athyglisvert að skoða gröfin neðst á síðunni. Þar sést að notkun á Kröflu er mun minni en á Hengli þrátt fyrir að hún sé talsvert öflugri tölva. Sennilega stafar það af því að notendur eru vanir að nota Hengil og vinna flestra er þess eðlis að þeir þurfa ekki aukið vélarafl, t.d. lestur tölvupósts og frétta.

Notkun á Heklu er orðin hverfandi lítil enda hefur hún nú tekið við hlutverki proxy þjóns.

Taflan hér að neðan sýnir tölur frá því í nóvember 1994 og nóvember 1995 auk hlutfallslegrar aukningar milli ára.

Nóv 1994 Nóv 1995 Aukning
HInet
Fjöldi véla 1031 1301 26%
Undir stjórn RHÍ51370938%
Notendur4167548532%
Fjöldi notenda á dag50086072%
Mín. í sambandi313823%
Tölvupóstur
Notendur2528420166%
Fengin skeyti7392710118037%
Á dag2464337237%
Á klst10214037%
Ráðstefnukerfi
Tengingar við þjón346955069646%
Teningar á dag1157169046%
Lesnar greinar345712738606114%
Lesnar á dag1152424620114%
Grúppur29008500193%
Gopher
Tengingar við þjón2461214853-40%
Meðaltal á dag820495-40%
WWW
Tengingar við þjón52524378944621%
Á dag175012631622%
Á klst-526-
Sótt samtals290MB2000GB590%
Sótt á dag9MB68MB656%
% af uppköllum8684-2%
Innan HÍ576311%
Proxy
Tengingar við þjón-816121-
Á dag-27204-
Á klst-1134-
Sótt samtals-13000M-
Á dag-449MB-
Á klst-18,7MB-
Gjaldfærð útprentun
Samtals384935143734%
Á dag1283171434%
Á klst10614234%


  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ