RHÍ Fréttir |
nr. 26 október 1995 |
|
|
|
|
Guðmundur Bjarni Jósepsson Endurútgáfa notendaleiðbeiningaReiknistofnun hefur endurútgefið hluta af þeim notendaupplýsingum sem út hafa komið á vegum stofnunarinnar á undanförnum misserum. Daði Kárason, sumarstarfsmaður hjá Reiknistofnun, hafði veg og vanda af því að endurskoða handbók sem nefnist Notkun PC tölva í tölvuverum. Fyrsta útgáfa af þeirri handbók kom út fyrir 2 árum síðan og var brýn þörf á að uppfæra hana þar sem upplýsingar um tölvubúnað úreldast nánast daginn sem þær eru gefnar út. Handbókin er fáanleg í Bóksölu stúdenta. Leiðavísir að þjónustu Reiknistofnunar var einnig endurútgefinn, en fyrsta útgáfa af honum kom út í fyrra. Í leiðavísinum er að finna gagnlegar upplýsingar, bæði fyrir nemendur og starfsmenn, um það hvaða þjónustu Reiknistofnun býður upp á og hverjir veita hana. Bæklingurinn liggur frammi í tölvuverum, í nemendaskrá og á skrifstofu Reiknstofnunar. Bæklingurinn fæst ókeypis. Nýjung í geymslutækni Þessir optical diskar (stundum kallaðir floptical) hafa þann kost fram yfir geisladiska að hægt er að skrifa mörgum sinnum á þá en á venjulega geisladiska er einungis hægt að skrifa einu sinni. Endurbætur á litaprentara Prentarinn er auðkenndur sem tg5color og er hann staðsettur á skrifstofu Margrétar, ritara Reiknistofnunar og geta notendur sótt útprentanir sínar þegar hún er við. Nýtt upplýsingakerfi UKSHÍ er biðlara-miðlarakerfi. Það byggist á því að kerfið og gagnagrunnurinn er keyrt á Öskju, Unix tölvu stjórnsýslunnar, en notendur nota Macintosh tölvur til að hafa samskipti við kerfi. Í framtíðinni stendur til að PC notendur geti einnig notað kerfið. Í UKSHÍ er steypt saman mörgum kerfum sem hafa verið í notkun í skólanum undanfarin ár. Í framtíðarútgáfum UKSHÍ verður meðal annars að finna nemendaskráningu, bókhald skólans, starfsmanna- og launabókhald, þjóðskráruppflettingu og fleira. Kerfið hefur verið hannað og þróað starfsmönnum Reiknistofnunar, þeim Sigfúsi Magnússyni, verkefnisstjóra, Árna Jónssyni og Kristjáni Gauki Kristjánssyni. Flutningar |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ