RHÍ Fréttir

nr. 26 október 1995

  

  

Sigfús Magnússon

Nokkur ráð við gerð heimasíðna

  1. Ekki opna aðgang að síðunni fyrr en hún hefur verið prófuð, prófuð, prófuð.
  2. Ekki gleyma að hafa lýsandi titil, þannig að sá sem setur bókamerki við hana viti hvað um er að ræða.
  3. Hafðu tengingar með lýsandi nöfnum þannig að sá sem prentar út síðuna þína viti hvað er á bak við tenginguna.
  4. Ekki hafa tengingar á síður með „almennum upplýsingum um WWW“ því nóg er af slíku. Notandinn kemur á síðuna til að sjá upplýsingar um þig eða þína stofnun.
  5. Ekki nota orðið „hér“ sem tengingu, sbr. smelltu hér til að sjá mynd af mér.
  6. Mundu eftir að minnast á hver gerði síðuna.
  7. Mundu eftir að láta fólk vita hversu stórar skrár eru áður en það sækir þær.
  8. Ekki gleyma að til er fleiri en einn vefskoðari.
  9. Ekki hafa mikilvægustu upplýsingarnar neðst á síðunni, fólk nennir ef til vill ekki að lesa alla leið þangað.
  10. Ekki hafa tengingar sem vísa ekki á neitt.
  11. Vandaðu frágang á HTML skjölum - kynntu þér forritunarmálið.
  12. Ekki endurtaka sömu tenginguna undir öðru nafni.
  13. Ekki stela myndum og grafík frá öðrum.
  14. Ekki láta eitthvað líta út eins og hnapp sem er ekki hnappur.
  15. Ekki hafa textann of þéttan.
  16. Haltu við tengingum, ekki láta þær úreldast.
  17. Hafðu upplýsingar um það hvenær síðunni var breytt síðast.
  18. Ekki hafa of mikið af upplýsingum á einni síðu.
  19. Ekki hafa óþarfa myndir á síðunni.
  20. Ekki hrúga mörgum myndum saman í eina kös.
  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ