RHÍ Fréttir |
nr. 26 október 1995 |
|
|
|
|
Douglas Brotchie Gjaldskrá stofnunarinnarNokkrar minniháttar breytingar á gjaldskrá stofnunarinnar voru samþykktar af stjórninni 7. apríl og komu til framkvæmda 1. júlí síðastliðinn. Gjald fyrir diskarými var lækkað. Fyrir notendur hjá rannsóknastofnunum utan háskólans, fyrir fyrirtæki í Tæknigarði og fyrir stjórnsýslu var taxtinn fyrir diskarými lækkaður um helming. Opnunargjald fyrir nýja notendur utan háskólans var tekið upp. Mikið hefur borið á því í kjölfar Internet múgæsingar sem gengið hefur yfir þjóðina að undanförnu að stofnuð hafa verið notendanöfn fyrir áhugasama einstaklinga. Mörg tilfelli hafa komið upp þar sem beðið var um aðgang, fyrst og fremst til að nota upphringiaðgang að Internetinu og að því er virðist án þess að áform hafi verið um að greiða fyrir veitta þjónustu. Til að stemma stigu við þessari óæskilegu þróun var ákveðið að taka upp opnunargjald sem myndi fá áhugamenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir stofnuðu til viðskipta við Reiknistofnun. Á sama tíma var ákveðið að hafa gjaldið það lágt að það virkaði ekki sem hindrun fyrir notendur sem vildu á annað borð eiga í viðskiptum af þessu tagi við Reiknistofnun. Enn fremur var felldur úr gildi sérstakur afsláttartaxti fyrir nemendur í öðrum skólum en háskólanum. Þau sérkjör voru tekinn upp þegar Reiknistofnun var eina stofnunin í landinu sem veiti almenningi aðgang að Internetinu og þegar eftirspurn var öll önnur en nú þekkist. Ekkert tilefni var lengur til að bjóða upp á þetta niðurgreidda verð. Einnig var umsýslan í kringum þennan aðgang töluverð og því var hann afnuminn. Við næstu athugun á gjaldskrá sem kemur til með að fara fram nú í haust munum við endurskoða það gjald sem er tekið fyrir reglubundna öryggisafritatöku og reyna að gera það gjald auðskiljanlegra. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ