RHÍ Fréttir

nr. 26 október 1995

  

  

Richard Allen

Ný Unix vél fyrir almenna vinnslu

Reiknistofnun hefur fest kaup á nýrri Unix fjölnotendavél, sem hefur hlotið heitið Krafla. Hengill hefur verið aðal Unix fjölnotendavél Reiknistofnunar hingað til, en hefur haft fullmikið að gera upp á síðkastið.

Því var ráðist í kaup á Kröflu núna í sumar. Kröflu er ætlað nákvæmlega sama hlutverk og Hengli. Þeir notendur sem hafa haft aðgang að Hengli hafa líka aðgang að Kröflu. Á Kröflu er sami hugbúnaður og á Hengli og uppsetning sú sama, þannig að notendur geta unnið þar á nákvæmlega sama hátt.

Krafla Hengill
Örgjörvi PA7200 PA7100
MHz 100 99
SPECint92 139.4 122.6
SPECfp92 222.5 169.2
MIPS 146 124.8
Gagnabraut 800MB/sek 120MB/sek
Minni 128MB 96MB
Diskar 6GB 5.8GB

Í reynd er Krafla talsvert sprækari en Hengill, vegna þess að gagnabrautin er margfalt hraðvirkari, örgjörvinn öflugari, meira minni og allir diskar eru af “Fast-Wide SCSI” (SCSI-3) gerð. Þó vill ofanritaður benda á að Hengill og Krafla eru jafngildar vélar.

Flott mynd

Í Kröflu má einnig setja annan örgjörva (Symmetric Multi-Processing) og líka hinn nýja PA8000 örgjörva frá HP, þegar hann verður tilbúinn.

Þeir sem vilja nota Kröflu í stað Hengils, gera bara „telnet krafla“ eða ígildi þess. Enn sem komið er er Krafla mun minna lestuð en Hengill er og svartími þar með betri, sem ætti ekki að letja fólk frá því að nota Kröflu.

Þeir sem vilja nánari upplýsingar geta fengið þær hjá ofanrituðum.

TIA á Hengli og Kröflu
Í tilefni stóraukinnar eftirspurnar eftir aðgangi að Veraldarvefnum í gegnum upphringisamband, hefur notendaleyfum verið fjölgað fyrir TIA (The Internet Adapter) hugbúnaðinn. En eins og sagt var frá í síðasta fréttabréfi þá gerir TIA notandanum kleift að fá fullan myndrænan Internet aðgang heim til sín í gegnum upphringisamband.

Þá hefur TIA einnig verið sett upp á Kröflu og eru því nú til staðar 16 notendaleyfi fyrir TIA bæði á Kröflu og Hengli.

Til stendur að fjölga innhringilínum til að anna eftirspurn að upphringisambandi á fjölnotendatölvum RHÍ (sjá annars staðar í blaðinu).

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Önnur fréttabréf RHÍ