RHÍ Fréttir

nr. 24 febrúar 1995

  

  

Eru tölvur skaðlegar fyrir menntun?

Tölvunarfræðingurinn David Gelerntner frá Yale segir að möguleikar tölva til að gera jákvæða hluti séu lítillega umfram möguleika bóka á sumum sviðum á meðan möguleikar þeirra til að skemma fyrir eru miklu meiri á öllum sviðum.

„Á meðan við hörmum hrun málkunnáttu og lestrar- og skriftarhæfileika, draga tölvur úr mikilvægi orða og leggja áherslu á myndir, og á hreyfimyndir umfram kyrrmyndir. Á meðan við agnúumst yfir dvínandi skynsemi í almennri borgaralegri umfjöllun grafa tölvur undan rökhugsun og stuðla að hröðum, yfirborðslegum ferðum yfir upplýsingalandslagið. Á meðan við höfum áhyggjur af hæfni í grunnatriðum í skólum leyfum við tölvur í kennslustofum sem munu reikna fyrir nemendur eða lagfæra stafsetningarvillur.“

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ