RHÍ Fréttir |
nr. 24 febrúar 1995 |
|
|
|
|
Douglas Brotchie StarfsmannabreytingarNokkrar breytingar urðu á starfsliði stofnunarinnar nú um áramótin. Helgi Jónsson og Sigurbjartur Guðmundsson kvöddu stofnunina eftir margra ára starf, í tilfelli Helga eftir áratuga starf. Þeim er þakkað mikilvægt og árangursríkt starf í þágu stofnunarinnar; mikið hefur áunnist í uppbyggingu tölvunets háskólans og í starfsemi einmenningstölvuvera undir þeirra umsjón. Í stað Helga og Sigurbjarts koma nýir menn.
Finna má upplýsingar um tölvupóstfang og símanúmer nýrra starfsmanna á öftustu síðu Fréttabréfsins. Einnig hefur orðið endurnýjun í liði leiðbeinenda í tölvuverum. Við þökkum þeim sem sinnt hafa þessu starfi í gegnum árin af dugnaði og kostgæfni. Lítið fer yfirleitt fyrir þessum hópi en þeir veita notendum í tölvuverunum dýrmæta aðstoð og hafa oft hjálpað til við að tryggja að mikilvæg ritgerð komist til skila í réttu formi á réttum tíma. Nú hafa gengið til liðs við okkur Atli Þorbjörnsson, Berglind Guðmundsdóttir og Jónas Ingi Ragnarsson sem öll eru nemendur í tölvunarfræði. Þau bætast við Þórirana tvo, Þóri Magnússon og Þóri Sigurgeirsson. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ