RHÍ Fréttir

nr. 24 febrúar 1995

  

  

Reiknistofnun berast gjafir

Á fagnaði sem haldinn var til að merkja þrjátíu ára afmæli Reikni-stofnunar 10. desember sl. afhenti sölustjóri EJS, Örn Andrésson, forstöðumanni gjafabréf að andvirði 500.000 krónur. Bréfið verður notað við búnað til að koma af stað þróunarverkefni í notkun netráðstefnu (e. video-conferencing). Bréfinu tilheyrir búnaður, bæði vélbúnaður og hugbúnaður. Þessi búnaður mun ekki eingöngu gera kleift að halda netráðstefnu heldur mun einnig nýtast við dreifða kennslu og gerð margmiðlunarkennslukerfis. EJS eru færðar bestu þakkir fyrir þennan örláta stuðning við þróunarstarfsemi Reiknistofnunar.

Fallegar blómakörfur voru sendar stofnuninni frá landsbókaverði og starfsfólki Landsbókasafns og Háskólabókasafns, og frá HP á Íslandi og kann ég þeim bestu þakkir fyrir.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ