RHÍ Fréttir |
nr. 24 febrúar 1995 |
|
|
|
|
Nýjungar í prentaramálumEins og sést á yfirliti yfir notkun HInets aftar í blaðinu er gífurlega mikið prentað á geislaprentara Reiknistofnunar á degi hverjum. Nú hefur stofnunin fest kaup á nýjum búnaði sem býður upp á að prenta báðum megin á síðu. Ekki kann ég gott heiti yfir þetta á íslensku (allar hugmyndir vel þegnar) en á ensku heitir þetta "duplex feature". Þessi búnaður verður settur í Hewlett-Packard LaserJet 4Si geislaprentara á annarri hæð í Tæknigarði (auðkenndur sem tg3laser). Eins og áður sagði gerir búnaðurinn kleift að prenta báðum megin á pappírinn, undir stjórn hugbúnaðar. Með því er gert mögulegt að draga úr pappírsnotkun og um leið gera útlit skýrslna og annars prentaðs efnis vandaðra. Búnaðurinn verður settur upp hjá Reiknistofnun á prentara þar í tilraunaskyni og til að greiða úr rekstrarmálum. Ef þetta reynist vel má gera ráð fyrir því að samskonar búnaður verði kominn upp í öðrum svipuðum prenturum sem Reiknistofnun rekur í tölvuverunum. Reiknistofnun hefur einnig pantað prentara sem býður upp á prentun í lit. Um er að ræða 1200C/PS bleksprautuprentara frá Hewlett Packard. Hann verður settur upp hjá Reiknistofnun og verður hann rekinn þar. Prentarinn verður Ethernet tengdur og kemur með innbyggðum túlki fyrir PostScript. Nauðsynlegt verður að þróa rekstrarfyrirkomulag í kringum notkun prentarans. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ