RHÍ Fréttir |
nr. 24 febrúar 1995 |
|
|
|
|
Steingrímur Birgisson Upplýsingakerfi Háskóla ÍslandsÁkveðið var nú í kringum áramótin að ráðast í útvíkkun á Upplýsingakerfi Háskóla Íslands, sem hefur verið fram að þessu í Gopher, og útfæra það fyrir World-Wide Web, eða Veraldarvíðsvefinn (Vefinn) eins og nú er farið að kalla hann dags daglega. Með Vefnum kemur inn ný vídd í dreifingu upplýsinga á Interneti, en það er myndræn framsetning sem er eitt af þeim meginatriðum sem hafa stuðlað að stórauknum vinsældum Vefsins og notkun Internetsins í dag. Nú er til dæmis hægt á heimasíðu Háskólans á Vefnum að skoða "RHÍ Fréttir" með þeim myndum sem þeim fylgja og handbók um "Notkun Unix véla hjá Reiknistofnun" sem gefin var út á síðasta ári meðal annars. Talsvert hefur borið á misskilningi í umfjöllun um Vefinn, og þá sér í lagi þegar talað hefur verið um svokallaðar "Netscape/ Mosaic-tengingar". Til áréttingar þá eru Netscape og Mosaic forrit til þess að ferðast um Vefinn (browsers) en til að nota þessi verkfæri þarf að tengjast Interneti. Hvað með Gopher? Heimasíða Háskóla Íslands á Vefnum Síðan er byggð upp á ýmsum meginþáttum HÍ sem síðan er hægt að smella á með músinni til að fá síðu fyrir þann meginþátt sem valin var til nánari upplýsinga. Sérhver síða inniheldur ýmsar upplýsingar eins og til dæmis texta, myndir, hljóð, tengingar við aðrar síður og svo framvegis. Ef til dæmis síða Reiknistofnunar er valin er þar hægt að finna handbók um notkun Unix véla sem hefur að geyma rit sem hefur verið útbúið sérstaklega til birtingar á Vefnum. Þar er meðal annars hægt að smella á atriðisorð í atriðisorðaskránni og er þá flett sjálfkrafa upp þeim stað þar sem viðkomandi atriðisorð kemur fyrir í handbókinni. Þróunin með tilkomu á World-Wide Web Úti í heimi er það orðið keppikefli háskólanna að hafa síðurnar sínar sem ýtarlegastar í harðri samkeppni þeirra á milli. Þær eru í raun orðnar eins konar auglýsing fyrir háskólann út á við og það sem hann stendur fyrir, án þess þó að þær glati gildi sínu sem upplýsingaveita gagnvart honum sjálfum inn á við. Þannig eru dæmi þess að sumir háskólar hafi sett námsskrána ásamt ýtarlegum námskeiðalýsingum í síðurnar sínar til upplýsinga fyrir nemendur innan háskólans og sem auglýsingu fyrir hann út á við til væntanlegra nemenda sem sjá þá hvað er í boði hjá viðkomandi háskóla. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |