RHÍ Fréttir |
nr. 27 desember 1995 |
|
|
|
|
Sigfús Magnússon Breytt og bætt notendaþjónustaEitt af meginmarkmiðum skipulagsbreytinga hjá Reiknistofnun nú í sumar (sjá síðasta tölublað RHÍ Frétta) var að breyta fyrirkomulagi notendaþjónustu semátti að leiða til bættrar þjónustu við notendur. Ákveðið var að þeir aðilar sem hefðu með notendaþjónustu að gera yrðu ekki jafn sérhæfðir og áður og gætu því sinnt Macintosh og PC notendum á víxl. Þetta gerir það að verkum að aðilar í notendaþjónustu geta stutt hver annanog á þjónustan ekki að detta niður þó einhver þjónustumanna sé ekki við. Notendaþjónustan hefur einnig fengið nýtt símanúmer sem tengt er við símsvara ef enginn getur tekið símann. Símanúmerið er auðvelt að muna (án þess að syngja) og er 525 4222. Notendaþjónustan hefur einnig fengið sameiginlegt tölvupóstfang sem gerir það að verkum að sé þjónustuaðili ekki til taks (til dæmis í fríi) þá fær notandi samt sem áður svar viðfyrirspurnum sínum. Nýja tölvupóstfangið er help@rhi.hi.is og eru viðskiptavinir RHÍ hvattir til að beina fyrirspurnum sínum á það. Samhliða þessum breytingum er þessa dagana unnið að því að koma uppverkbeiðna- og uppákomuskráningakerfi hjá Reiknistofnun. Kerfi þetta á aðleiða til þess að verkbeiðnum verði sinnt á fljótvirkari og markvissarihátt en áður. Auðvelt á að vera fyrir notendaþjónustuna að sjá hvaða verk eru útistandandi og hvenær og hver á að sinna þeim. Er það trú okkar að kerfið muni leiða til mun bættrar þjónustu. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ