RHÍ Fréttir |
nr. 27 desember 1995 |
|
|
|
|
Guðmundur Bjarni Jósepsson Ný mótöld hjá ReiknistofnunReiknistofnun hefur nú sett upp ný háhraðamótöld til að sinna innhringiþjónustu. Mótöldin eru af gerðinni ZyXEL Elite 2864 og eru 12 talsins. Verður þeim væntanlega fjölgað í 16 þegar nýr skjáþjónn verður keyptur. Hraði mótaldanna er allt að 28.800 bps en þau tengjast mótöldum allt niður í 9600 bps. Eins og með 14.400 bps mótöldin er villuleiðrétting og þjöppun samkvæmt MNP4/5 stöðlum. Skjáþjónninn sem mótöldin eru tengd við er þannig uppsettur að hann slítur sambandið ef engin umferð hefur borist frá mótaldinu í 30 mínútur. Símanúmerið fyrir nýju mótöldin er 525 4220. Athugun á notkun Verið er að vinna úr upplýsingunum sem komu úr þessari könnun og verða niðurstöðurnar væntanlega birtar í fréttabréfinu og/eða á netinu. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri rein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ