RHÍ Fréttir

nr. 23 desember 1994

  

  

Douglas Brotchie

Afmæli Reiknistofnunar

Það er löng hefð fyrir því að halda upp á afmæli, sér í lagi stórafmæli. Þá er gjarnan notað tækifærið til að horfa til baka yfir farinn veg og stundum, ef kringumstæður gefa tilefni til, að bollaleggja um framtíðina. Við hjá Reiknistofnun Háskólans viljum ekki breyta út af þessari hefð og höfum því ákveðið í tilefni af þrjátíu ára afmæli stofnunarinnar að birta hér í þessu tölublaði efni sem fjallar um sögu Reiknistofnunar, bæði frá sjónarmiði stofnunarinnar og einstaklinga.

Framtíð

Stjórn og forstöðumaður hafa verið að skoða leiðir til að efla Reiknistofnun í framtíðinni. Aukinn almennur skilningur á mikilvægi upplýsingatækni fyrir samfélagið, og þar meðal annars fyrir samfélag háskólamanna um allan heim, hefur þegar haft áhrif og kemur til með að hafa enn meiri áhrif á stöðu og mikilvægi Reiknistofnunar á komandi árum. Væntanlega verður athugun stjórnarinnar og mín á framtíðarhlutverki Reiknistofnunar haldið áfram í tengslum við störf og skýrslu nefndar semkomið var á laggirnar síðastliðið vor á vegum háskólaráðs, nefnd sem hefur því hlutverki að gegna að koma með drög að stefnu í upplýsingamálum fyrir háskólann.

Ég tel öruggt og geng út frá því sem vísu að í okkar framtíðarsýn verði lögð áhersla á nokkur atriði:

  • einbeitingu að okkar aðal notendahóp sem eru notendur úr háskólasamfélaginu
  • þjónustu, og meira en það, þjónustu sem er skipulögð og stýrð og öðlast þar með aukinn áreiðanleika og gæði
  • samvinnu sem verður efnt til við sambærilegar menntastofnanir innanlands og utan
  • forystuhlutverk stofnunarinnar sem verður styrkt með tilraunastarfsemi og þróun
  • upplýsingadreifingu til að auka möguleika notenda á að nota þau verkfæri sem þegar eru til staðar.

Ég þakka viðskiptavinum Reiknistofnunar ánægjulegt samstarf á liðnum árum og horfi fram á við með tilhlökkun um aukið samstarf á næstu árum og áratugum.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ