RHÍ Fréttir

nr. 23 desember 1994

  

  

Jólagetraun Fréttabréfsins 1994 - veglegir vinningar!

Eftirfarandi vísa var kveðin - að vísu á frönsku - í ákveðnu tilefni eða tilgangi. En hvaða?

Que j'aime à faire apprendre ce nombre utile aux sages!

Immortel Archimède antique, ingénieur,

Qui de ton jugement peut sonder la valeur?

Pour moi ton problème eut de pareils avantages.

Lesendur Fréttabréfsins eru víðlesnir - sem sést og sannast meðal annars á því að þeir eru að lesa þetta efni meðan allt annað sem berst inn á borð bíður þeirra. Heimsbókmenntir og heimspeki eru þeim þaulkunnug viðfangsefni þannig að það á að vera hægur leikur að segja hvaðan eftirfarandi sex tilvitnanir koma! Látið okkur vita.

"It was (you may say) satisfactory".

"Le silence éternel de ces espaces infinis m'effraie".

"Gå udenom!"

"Ich fühle Luft von anderem Planeten"

"Þegar hún Lykla okkar er borin ..."

"E quindi uscimmo a riveder le stelle".

Leitað er eftir nýrri þýðingu á hugtakinu sem á ensku nefnist Optical Character Recognition (oft skammstafað OCR). Í Tölvuorðasafni Orðanefndar Skýrslutæknifélagsins frá 1986 er þetta þýtt sem "ljóskennsl stafa", en ekki hefur það náð útbreiðslu í málinu. Er einhver betri þýðing til?

Og hinir glæsilegu vinningar sem vitnað var til í fyrirsögninni: bestu svör eða lausnir verða birt í næsta Fréttabréfi og þeir heppnu fá ársáskrift að Fréttabréfi stofnunarinnar, þeim að kostnaðarlausu.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ