Steingrímur Birgisson
SAS fyrir Unix
Búið er að uppfæra SAS 6.07 yfir í SAS 6.09 á Hengli. Forritið er ræst með sas frá skipanalínu. Kalla má á hjálp með man sas.
SAS fyrir Windows
Háskólinn hefur hefur svokallað "site" notendaleyfi á SAS fyrir Windows og má því setja pakkann upp á hvaða vél sem er á háskólasvæðinu. SAS er einn af útbreiddustu og þekktustu tölfræðipökkum sem völ er á í heiminum í dag. En hvað er hægt að gera í SAS sem ekki er í t.d. Excel, hver er munurinn á þessum forritum? Eins og Excel þá fæst SAS við gögn og meðhöndlun þeirra á tölfræðilegan hátt en eftir það má segja að samanburðinum ljúki í meginatriðum, en þó má segja að í gegnum tíðina hafi Excel verið hægt og rólega að þróast í átt að SAS verkfærinu sérstaklega hvað varðar öflugri tölfræði verkfæri. SAS er forritunarmál og samansafn af tilbúnum forritum sem kölluð eru stefjur (procedures) til þess að vinna á gögnunum. Á mynd 1 eru sýnd þau fjögur grunnverk sem einkenna gagnadrifin umhverfi að mati SAS.
SAS gefur kost á aðgengi að gögnum sama í hvaða formi þau kunna að vera. Þá bíður SAS upp á að uppfæra, endurskipuleggja, sameina, breyta, eða aðskilja gögn áður en til greiningar þeirra kemur. Greining í SAS er allt frá einfaldri lýsandi tölfræði til háþróaðrar eða sérhæfðrar greiningar fyrir hagmælingar og spádóma, tölfræðilega hönnun, mat á afkastagetu tölva og aðgerðagreiningar. Kynningarhluti SAS er allt frá einföldum listum og töflum til fjölvíðra teikninga með grafíska framsetningu í öllum litum bæði á skjá og pappír.
Þeir sem hafa áhuga að kynna sér SAS er velkomið að koma í heimsókn og kíkja í handbækur um SAS og kynna sér verkfærið.
SPSS fyrir Unix, Windows, DOS og Mac
Tölfræðipakkinn SPSS hefur verið að ganga í gegnum miklar breytingar síðustu tvö árin, eða allt frá því að SPSS 5.0 fyrir Windows kom út 1992. Með þeirri útgáfu varð gjörbylting á notendaviðmóti SPSS og er henni ætlað að taka við DOS útgáfunni SPSS/PC+ 5.0. Í hönnuninni á SPSS fyrir Windows var allt hannað upp á nýtt og gamla grunninum frá SPSS/PC+ einfaldlega hent, en þó án þess að sjálfu skipanamálinu í SPSS væri breytt.
Þess má geta að í maí hefti PC magazine 1993 var SPSS 5.0 fyrir Windows valið "Editor's Choice" af 13 tölfræðipökkum sem teknir voru til prófunar og það lofað fyrir vel skipulagt og einfalt Windows notendaviðmót. Þá var því einnig hælt fyrir ítarlegar tölfræði- aðgerðir og samofna háupplausnar grafík. SPSS 5.0 fyrir Windows var eina forritið af 13 sem fékk einkunnina "Excellent" í þessari könnun.
Ný og endurbætt útgáfa SPSS 6.0 fyrir Windows kom út um mitt síðasta ár og er það yfirlýst stefna SPSS að koma með nýjar uppfærslur af SPSS fyrir Windows á 9-12 mánaða fresti. Um sama leyti kom út ný útgáfa af SPSS fyrir Unix sem byggir á sama tölfræðikerfi til gagnagreiningar og SPSS 5.0 fyrir Windows. Þessa útgáfa keyrir á IBM RS/6000, en væntalegar eru útgáfur sem munu keyra á SCO Open Desktop (386 Unix), Hewlett-Packard 9000/700 og 9000/800, og Sun Solaris.
Ný útgáfa af SPSS fyrir Makkann er væntanleg seinna á þessu ári, en hún verður með nýtt notendaviðmót eins og Windows útgáfan eða "all-new, true Macintosh interface" eins þeir kalla það auk þess að vera með grunnvirkni SPSS 5.0 og SPSS 6.0 fyrir Windows.