Apríl 1994

Douglas Brotchie

BE CAUSE

Hvað er CAUSE? Í málfari starfsmanna og stjórnarmanna Reiknistofnunar er þetta ekki sletta fyrir frumorsök heldur er þetta heiti á samtökum um notkun upplýsingatækni (UT) í menntastofnunum á háskólastigi. Reiknistofnun er aðili fyrir hönd háskólans að CAUSE. Heitið er ávallt skrifað með stórum stöfum þannig að ætla má að heiti þetta sé skammstöfun sem að venju táknar eitthvað en merkinguna, ef einhver er, er mér ókunnugt um og virðist hún hafa tapast í tímans rás.

CAUSE og þær upplýsingalindir sem aðgengilegar eru þaðan eru út af fyrir sig efni í heila grein sem verður að bíða betri tíma. Meðal annars höfum við þar aðgang að gopher upplýsingaveitu þeirra, svo og "Exchange Library", skipti-skjalasafninu, sem inniheldur yfir tvö þúsund skjöl um notkun upplýsingatækni í háskólum. Þessi "við" sem ég tala um hér á undan vitnar til allra í háskólanum þar sem aðild okkar er fyrir skólann í heild sinni en ekki fyrir tilnefnda einstaklinga.

Aðilar í CAUSE eru um 1.100 skólar, flestir í Norður Ameríku, en fjöldi aðila annars staðar frá fer sífellt vaxandi.

Á vegum CAUSE er starfandi nefnd sem fjallar um mikilvæg málefni líðandi stundar. Á fundi í desember í San Diego komst nefndin að nokkrum kjarnyrtum niðurstöðum, upptalningu eða skilgreiningu á helstu aðkallandi viðfangsefnum sem leiðtogar í upplýsingatækni í skólum standa frammi fyrir. Ég ætla að birta þær niðurstöður hér í lok þessa pistils.

Reiknistofnun, háskólinn og allir þeir innan skólans sem notaupplýsingatækni eða eru að velta vöngum yfir framtíðarnotkun UT gætu vel tekið þessar niðurstöður til íhugunar. Það sem er sameiginlegt og eftirtektarvert er að megináhersla er greinilega lögð á fólk en ekki á tækni.

Komist var að þeim niðurstöðum að mikilvægustu málefni framundan eru:

Nýjasta hefti tímarits samtakanna, CAUSE/EFFECT, fjallar ýtarlega um þetta málefni í mörgum greinum; nánari upplýsingar eru fáanlegar hjá mér eða frá CAUSE gopher.

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ