RHÍ Fréttir

nr. 31 maí 1997

  

  

Aðgát skal höfð...

Nokkuð hefur borið á kæruleysi notenda á Háskólanetinu varðandi notkun og meðferð svokallaðra aðgangsorða (leyniorða). Þetta á jafnt við um nemendur sem og starfsmenn Háskólans.

Aðgangsorð eru að sjálfsögðu ætluð til þess að tryggja öryggi gagna (gagnaleynd) hjá viðkomandi notanda og segir það sig sjálft hversu áríðandi er að gæta fyllsta öryggis í meðhöndlun þeirra. RHÍ vill hér með koma því á framfæri við notendur, að þeir láti ekki aðgangsorð sín liggja á glámbekk. Í 6. grein reglna um notkun tölvubúnaðar í eigu eða umsjá Reiknistofnunar Háskólans (RHÍ) og tölvunets Háskóla Íslands (HInet), segir:

"Óheimilt er að reyna að tengjast tölvubúnaði RHÍ eða annarra aðila, sem tenging fæst til um HInet, með því að gefa upp notandanafn sem viðkomandi hefur ekki rétt til að nota. Óheimilt er að reyna að komast yfir notandanafn hjá öðrum notendum, innan H.Í. eða utan. Óheimilt er að veita öðrum aðgang að notandanafni sínu. Notendum er skylt að kynna sér þessar reglur."

Notkunarreglur HInet og notkunarskilmála ISnet er að finna í heild sinni á eftirfarandi slóð:

http://www.rhi.hi.is/almennt/notkun.html

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð