RHÍ Fréttir

nr. 31 maí 1997

  

  

RHÍ á fundi háskólaráðs

Gagnlegur fundur var haldinn 13. mars s.l. í Tæknigarði þegar málefni og verksvið Reiknistofnunar voru kynnt fyrir háskólaráði.

Meðal annars var þar rætt um ástandið og horfurnar í þjónustu stofnunarinnar, helstu framfaramál undanfarinna mánaða og ára, helstu mál sem nú eru í brennidepli svo og framtíðarsýn forstöðumanns og stjórnarmanna.

Á eftir upphafsorðum frá stjórnar-formanni Reiknistofnunar kynnti greinarhöfundur samantekið efni sem fjallaði um stöðu Reiknistofnunar í háskólasamfélagi, og skírskotaði til stöðu sambærilegra stofnanna í öðrum háskólum erlendis. Sér í lagi var vakin athygli á og gerð grein fyrir innihaldi nýútkominnar skýrslu frá CAUSE (alþjóðleg samtök sem Háskólinn er aðili að og hefur sem viðfangsefni stjórn og nýtingu upplýsingatækni í háskólum - sjá umfjöllun í Fréttabréfi Reikni-stofnunar nr. 21).

Rétt fyrir fundinn með háskólaráði hefði komið út skýrsla á vegum samtakanna: "The crisis in infor-mation technology support: has our current model reached its limit?³. Heitið gefur til kynna málefni skýrslunnar; hún er hin gagnlegasta, og er nú hægt að finna hana á Veraldarvef undir slóðinni http://www.cause.org/information-resources/irlibrary/ abstracts/ pub3016.html . Þar eru tekin saman gögn sem sýna að þeir erfiðleikar sem Reiknistofnun hefur upplifað við að veita fyrsta flokks þjónustu í Háskólanum, miðað við eftirspurn eftir þjónustu og ytri aðstæður eru langt frá því að vera einstæðir; heldur eru þeir mjög útbreiddir, segja má gegnumgangandi í langflestum háskólum heimsins. Skýrsluhöfundar greina á mjög skilmerkilegan hátt rætur vanda-málanna, og komast meðal annars að þeim niðurstöðum að "það ófremdarástand sem nú blasir við er ekki eingöngu afleiðing meiri (út-breiddari) notkunar. Grundvallar-breytingar eru að eiga sér stað á sviði háskólamenntunar sem gera það að verkum að eldra skipulag í kringum þjónustu við upplýsingatækni er hvorki heppilegt né nægilegt lengur.³

Eftir að innihald skýrslunnar hafði verið kynnt og heimfært með tilliti til sérstöðu Háskóla Íslands sagði greinarhöfundur frá þeim framkvæmdaskrefum sem hann taldi nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd á næstunni. Fjörugar og gagnlegar umræður fylgdu í kjölfarið, um mál bæði lítil og stór. Sérstaklega eftirtektarverðar voru athugasemdir sem komu fram hjá fulltrúum nemenda í háskólaráði, og í kjölfarið var boðið til framhaldsfundar til að ræða sérstaklega þau mál sem komu fram hjá stúdentum. Fundur háskólaráðs með Reiknistofnun var hugsaður sem kynningarfundur og þjónaði þeim tilgangi ágætlega.

Skýrslu frá CAUSE er hægt að nálgast á skrifstofu Reiknistofnunar.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð