RHÍ Fréttir

nr. 35 apríl 1999

 

Stórbætt aðstaða í tölvuverum RHÍ

 
 Steingrímur Óli Sigurðarson 
steingro@hi.is  

Á sumri komanda stendur til að endurnýja og auka þó nokkuð við þann tölvubúnað sem stúdentum stendur til boða í tölvuverum Reiknistofnunar. Fjármálanefnd Háskóla-ráðs samþykkti nýlega auknar fjárveitingar til eðlilegrar endurnýjunar tölvubúnaðar í tölvuverum, þar sem stefnt er að því að endurnýjun eigi sér stað reglulega og vélbúnaður verði ekki eldri en 3ja ára.
Nú þegar hefur verið samið um kaup á 83 DELL tölvum sem settar verða upp í sumar og haust.

Framkvæmdaáætlun er í stuttu máli þessi:

Árnagarður: Eldri tölvum verður fjölgað úr 10 í 20, auk þess sem 11 nýjar tölvur verða settar upp í nýju kennsluveri á 3. hæð. 

Eirberg: Í stað 12 eldri tölva verður sett upp 21 ný tölva í nýju kennslu-veri í kjallara Eirbergs.

Grensásvegur 12: Innréttað verður nýtt kennsluver með 13 nýjum tölvum. Settur verður upp netþjónn fyrir húsið þar sem heimasvæði nemenda verða vistuð. Auk þess verður nettenging við húsið bætt.

Hagi: Í lesaðstöðu nemenda verða settar upp 6 nýjar tölvur og netþjónns settur upp í húsinu.

Oddi 102: Í stað eldri búnaðar koma 19 nýjar tölvur.

Skógarhlíð 10: Nýtt kennsluver með 10 notuðuðm en vel meðförnum AST tölvum. Tölvur þessar eru gjöf frá Eimskip hf til átaks stúdentaráðs og hollvinasamtaka HÍ. Settur verður upp nýr netþjónn og nettenging við húsið bætt.

VR-II: Í stofu 256 verða settar upp 13 nýjar tölvur.

Eins og sjá má, er hér um all miklar framkvæmdir að ræða. Varðandi staðsetningu tölvubúnaðar var fyrst og fremst tekið mið af þeim húsakosti sem þegar er til ráðstöfunar, en einnig tekið tillit til skiptingu nemenda milli hinna ýmsu námsgreina. Það skal hins vegar áréttað að utan kennslutíma eru öll tölvuverin opin öllum stúdentum Háskólans (og starfsmönnum) án tillits til deilda eða námsgreina.

 

Efnisyfirlit Fyrri síða Útgáfuyfirlit