RHÍ Fréttir

nr. 34 maí 1998

  

  

Þorkell Heiðarsson
thorkell@hi.is

DHCP á háskólanetinu

Hvað er DHCP?

DHCP (Dynamic Host Communi-cation Protocol) er þjónusta sem gerir tölvunotanda innan háskóla-netsins kleift að tengja tölvu sína netinu í byggingum sem við það eru tengdar á fyrirhafnarlítinn hátt.

Með DHCP er hægt að gera þetta án þess að sækja þurfi um staðbundna IP tölu eða netfang fyrir þá byggingu sem tengst er frá hverju sinni.

Þetta kemur sér einkar vel fyrir "flakkara", eða þá sem nota kjöltu-tölvur (laptops) og starfa að jafnaði á fleiri en einum stað á háskóla-svæðinu. Þannig gerir DHCP tæknin mönnum kleift að tengja tölvuna sína við háskólanetið í helstu byggingum Háskólans. Tölvunni er þá úthlutað IP tölu og öðrum nauðsynlegum upplýsingum frá sérstökum DHCP þjóni eftir að hún hefur verið tengd við net (ethernet).

Sem stendur er boðið upp á DHCP þjónustu á völdum stöðum í bygg-ingum háskólans, s.s. í kennslu-stofum, fundarherbergjum og fyrir-lestrasölum.

Hvað vinnst með tækninni?

Í framtíðinni er líklegt að DHCP tæknin taki að fullu yfir núverandi IP-tölu skipulag. Þannig hverfi nú-verandi umsóknarferli, þar sem sækja þarf sérstaklega um tengingu tölvu fyrir einstakar byggingar á eyðublaði með tilheyrandi óþægi-ndum. Einnig má hugsa sér skipulag eins og þekkist í nokkrum erlendum skólum, þar sem nemendur geta tengst netinu beint með DHCP á stúdentagörðum.

Hverjum stendur DHCP til boða?

Fyrsta kastið stendur þjónustan til boða öllum starfsmönnum sem eru skráðir notendur hjá RHÍ.

Búnaður

Til þess að geta tengst DHCP þarf viðkomandi að hafa PC eða Macin-tosh tölvu. PC tölva þarf að vera búin Windows 95/NT stýrikerfi og Macin-tosh tölva þarf að hafa kerfi 7.6 eða nýrra og vera búin Open Transport netbúnaði. Auk þessa þurfa tölvurnar að sjálfsögðu að vera búnar netkorti.

Hvernig fær maður DHCP tengingu?

Sækja verður sérstaklega um DHCP tengingu og fylla út þartilgert vef-eyðublað (sjá slóð hér að neðan).
Á eyðublaðinu þarf að slá inn notandanafn (login), lykilorð (pass-word) og ethernetfang (address). Innheimt er sérstakt gjald fyrir þessa þjónustu samkvæmt gjaldskrá RHÍ hverju sinni.

Frekari upplýsingar og leiðbeiningar

Settur hefur verið upp sérstakur vefur þar sem finna má allar upplýsingar um DHCP á HÍ netinu hverju sinni. Þar er einnig að finna leiðbeiningar um uppsetningu, skref fyrir skref, fyrir PC og Macintosh. Slóðin á DHCP-vef Reiknistofnunar er:

http://www.rhi.hi.is/net/dhcp/

 

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Fyrri blöð