RHÍ Fréttir |
nr. 31 maí 1997 |
|
|
|
|
UKSHÍ Vefurinn Um þessar mundir eru ýmsir hlutar UKSHÍ (UpplýsingaKerfi Stjórnsýslu Háskóla Íslands) að öðlast líf á vefnum. Stefnt er að því að flytja kerfin á vefinn þannig að notendur geti notað venjulega vafra (t.d. Netscape Navigator) til að nálgast kerfin og nota þau. Kostir þess eru ótvíræðir; vafrar eru ókeypis, keyra á flestum tölvum og með þeim búnaði sem notaður er á Keili (tölvu UKSHÍ) eru samskipti vafra og Keilis mjög örugg. Vefsíður er oftast auðvelt að nota þar sem vefurinn hefur einfalt notendaviðmót. Þetta er líka hans stærsti galli. Þó svo að vefurinn sé hentugur til uppflettingar af ýmsu tagi þá hentar hann síður í gagnvirk kerfi, líkt og þegar notandinn þarf að skrá mikið af upplýsingum. Reyndar leysa ýmsar nýjungar á borð við forritunarmálið Java þetta vandamál og má gera ráð fyrir að þeir hlutar UKSHÍvefsins sem kalla á mikil samskipti við notandann verði skrifuð í Java. Fyrsti tilbúni hluti UKSHÍ á vefnum er þjóðskráin sem er hliðarkerfi við ýmis önnur kerfi UKSHÍ. Aðrir hlutar eru í vinnslu en nú geta þeir sem hafa tilskilin leyfi skoðað ýmsar upplýsingar varðandi laun starfsmanna HÍ (sjá Laun) á vefnum og ekki verður langt að bíða þess að hægt verði að fá t.d. upplýsingar um kostnað við námskeið. Aðalsíðu UKSHÍ vefsins er hægt að nálgast á <https:// keilir.rhi.hi.is> https er notað í stað http til að gefa til kynna að um örugg samskipti er ræða á milli vafra og vefþjóns. Á aðalsíðunni (sjá mynd 1) er hægt að fara í kerfi UKSHÍ vefsins: Mynd 1. Aðalsíða UKSHÍvefsins. Bókhald Í framtíðinni verður hér hægt að nálgast gögn úr bókhaldi Háskólans. Deildir Hérna verður safnað saman ýmsum listum og keyrslum sem heyra undir deildir. Laun Aðalkeyrslan í þessum hluta núna eru upplýsingar um launagreiðslur til starfsmanna HÍ. Þetta er sá hluti kerfisins sem mest hefur verið beðið eftir. Með launakeyrslunum geta t.d. skrifstofustjórar deilda fengið upplýsingar um laun sem deildin hefur greitt. Hægt er að leita eftir ýmsum skilyrðum. Leitarmyndin sést á mynd 2. Mynd 2. Hér sjást þeir leitarmöguleikar sem standa til boða í launakeyrslunum. Námskeið Upplýsingar sem eiga að vera undir námskeið eru ekki komnar í kerfið en þar verður m.a. kennsluskráin. Nemendur Þróun nemendakerfis á vefnum er langt komin. Hingað til hafa deildir (deildaskrifstofur) haft skjáaðgang inn í nemendakerfið en á UKSHÍ vefnum munu deildir hafa aðgang að sömu upplýsingum en notkun kerfisins er mun einfaldari en gamla skjáaðgangsins. Starfsmenn Hluti starfsmannakerfisins á vefnum. Hérna verður hægt að fá ýmsar upplýsingar úr starfsmannakerfinu s.s. lista yfir starfsmenn deildar/skorar/stofnunar ásamt upplýsingum um launaflokk og þrep. Hérna verður hægt að prenta út límmiðalista o.fl. Ýmislegt Undir ýmislegt verða ýmis hliðarkerfi . Þjóðskrá Eins og áður sagði er uppfletting í þjóðskránni tilbúin. Kosturinn við UKSHÍ vefinn Kosturinn við UKSHÍ vefinn er að nú verður hægt að nálgast öll kerfi stjórnsýslunnar á sama stað. Efst á öllum síðum UKSHÍ vefsins er mynd þar sem sést í hverju kerfanna notandinn er að vinna í hverju sinni (dökklitað, sjá mynd 3) og notandinn getur farið á milli kerfa með því að smella á nafn þess kerfis sem hann ætlar að fara í. Notandinn getur einnig verið í mörgum kerfum samtímis (eða með mörg eintök af sama kerfinu í gangi) með því að opna fleiri glugga í vafranum. Mynd 3. Þessi mynd er efst á öllum síðum UKSHÍ vefsins. Það kerfi sem notandinn er í er dekkra en hin (reyndar blátt). Þessi kerfi eru og verða í mikilli þróun á næstunni. Útlit ýmissa hluta kerfisins er ekki eins og það á að vera og má búast við að kerfið fái andlitslyftingu hér og þar á næstunni. Þeir sem vilja fræðast meira um UKSHÍvefinn eða fá aðgang að honum geta sent póst til greinarhöfundar. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |