RHÍ Fréttir

nr. 31 maí 1997

  

  

Breytingar á vélbúnaði

Ein af fjölnotendavélum RHÍ, Krafla, var stækkuð nýlega. Vinnsluminni hennar var stækkað um 512MB svo það er nú 640MB. Einnig var skipt um móðurborð í henni. Nýja borðið er með 120MHz HP PA7200 örgjörva og 1MB skyndiminni (cache memory). Gamli örgjörvinn var 100MHz án skyndiminnis og ættu afköst Kröflu því að aukast um u.þ.b. 20%. Minnis-stækkunin er til komin á þann hátt að Viðar Guðmundsson dósent í eðlisfræði fékk styrk úr tækja-kaupasjóði HÍ til að kaupa minni í Kröflu til að hann geti unnið með stærri fylki í útreikningum sínum. Þessi stækkun kemur öðrum not-endum einnig til góða því Krafla þarf ekki að skrifa hluta af vinnsluminni sínu út á disk eins oft og áður, en það hægir á vinnslu.

Nýja móðurborðið er gjöf frá Opnum kerfum h.f. og er gamla borðið haft til vara. Þessar breytingar á Kröflu eru því RHÍ að kostnaðarlausu.

Breytingar á póstþjóni og netþjóni í Odda

Í mars var gengið frá kaupum á tveimur tölvum frá EJS af gerðinni Sun Ultra Enterprise 150. Hvor um sig er með 167MHz UltraSPARC ör-gjörva, 128MB minni, 10/100MB Fast-Ethernet tengi og Fast Wide SCSI-braut. Diskar eru samtals rúmlega 36GB og verður notuð speglun og/eða RAID 5 til að auka rekstrar- og gagnaöryggi. Þetta eru sams konar vélar og sú sem keypt var í fyrra fyrir Upplýsingakerfi stjórnsýslu HÍ (sjá RHÍ fréttir nr. 30, febrúar 1997).

Önnur hefur verið notuð sem póstþjónn og tekur við þeirri þjónustu af Eldborgu, sem einnig gengur undir nafninu mail.rhi.hi.is. Sú vél er af gerðinni Sun Sparcstation 20 og var hætt að anna póstþjónustunni svo vel væri. Það lýsir sér í því að vélin hættir að taka á móti pósti þegar álagið er sem mest eins og margir notendur hafa orðið áþreifanlega varir við að undanförnu. Þetta stafar fyrst og fremst af aukningu á notkun tölvu-pósts, sem hefur margfaldast á undanförnum árum. Þá hefur tilkoma póstlista einnig aukið álagið á póstþjóninn til muna. Auk þess hefur Eldborg séð um ráðstefnukerfið Usenet og mun gera það áfram.

Hin vélin verður notuð sem netþjónn í Odda til að bæta þjónustu í því húsi. Vélin sem þar er fyrir verður notuð sem þróunarvél fyrir Upplýsingakerfi stjórnsýslu HÍ.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Fyrri blöð