RHÍ Fréttir |
nr. 28 febrúar 1996 |
|
|
|
|
Fjölgun tölva og tölvuvera á vegum RHÍGuðmundur Bjarni Jósepsson Í byrjun janúar var opnað nýtt tölvuver í Lögbergi. Í tölvuverinu eru 12 HP Vectra VE 5/75, sem eru 75 megariða Pentium tölvur. Með tölvunum eru 15 tommu SVGA skjáir og 500 megabæta harðir diskar og í þeim er 16 MB minni Hugbúnaður sem er aðgengilegur í Lögbergi er að mestu leyti sá sami og í öðrum tölvuverum Reiknistofnunar. Þó er þar að finna hugbúnað sem ekki er uppsettur annars staðar, s.s. Lagasafn Íslands. Í tölvuverinu er geislaprentari ásamt nálaprentara. Opnunartími tölvuversins í Lögbergi er ákveðin af stjórn hússins. Á þriðju hæð í Odda var sett upp enn eitt tölvuver Reiknistofnunar og eru þau nú orðin átta talsins ásamt tölvustofum í Eirbergi, Vitastíg og á Grensási. Á þriðju hæðina var settur búnaður sem áður var í stofu 103 í Odda. Þar eru 18 Silicon Valley 40 megariða 386 tölvur, með SVGA skjám, 80 MB hörðum diskum og 4 MB í innra minni. Hugbúnaður á þessu tölvuveri er sá sami og í Árnagarði. Bæði geisla- og nálaprentarar eru væntanlegir í tölvuverið.
Mikil fjölgun
Nýr netþjónn |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Önnur fréttabréf RHÍ