RHÍ Fréttir |
nr. 24 febrúar 1995 |
|
|
|
|
Hugbúnaður til sölu hjá ReiknistofnunHáskólafólki stendur til boða ýmiss hugbúnaður hjá Reiknistofnun. Um er að ræða nokkur af vinsælustu forritunum í dag (sjá hér að neðan). Reiknstofnun selur notendum leyfi til að nota hugbúnaðinn og setur hann upp á harðan disk. Engar handbækur fylgja með en í sumum tilfellum er hægt að fá þær hjá umboðsaðilum hugbúnaðarins. Notendur fá ekki disklinga með hugbúnaðinum afhenta. Verð þessara pakka er mjög sanngjarnt og má til dæmis nefna að hægt er að fá Word, Excel, PowerPoint og Access á sama verði og einn þessara pakka myndi kosta út úr búð. Fyrir PC er fáanlegt:
Einnig býður Reiknistofnun upp á aðstoð við að setja upp Eudora og Netscape fyrir Windows en sá hugbúnaður er ókeypis fyrir háskólafólk. Reyndar þarf í sumum tilfellum að setja upp aukabúnað til að hægt sé að nota Eudora og Netscape og þarf að greiða fyrir hann. Fáanlegt fyrir Macintosh:
Eins og PC notendur geta Macintosh notendur fengið Eudora og Netscape hjá Reiknistofnun. Nánari upplýsingar veita Sigfús og Guðmundur. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ