RHÍ Fréttir |
nr. 24 febrúar 1995 |
|
|
|
|
Douglas Brotchie Breytingar á gjaldskrá stofnunarinnarStjórn Reiknistofnunar ákvað í nóvember að láta breyta gjaldskrá stofnunarinnar. Breytingarnar voru í tveimur megin liðum. Gjald fyrir afnot af diskrými á diskaþjónum stofnunarinnar var stórlækkað, um 75%, til að endurspegla þá verðlækkun sem átt hefur sér stað á hörðum diskum að undanförnu. Þessi breyting gagnast öllum notendum sem einhver gögn geyma á diskum stofnunarinnar. Einnig var ákveðið að fella niður gjaldtöku fyrir reiknitíma á vélum stofnunarinnar, en hækka aftur á móti um rúmlega helming gjald fyrir tengitíma við tölvur stofnunarinnar Þessi breyting var útfærð þannig að hún kemur ekki til með að hafa nein áhrif á heildarútgjöld hjá meginþorra notenda. Kveikjan á bak við þessa breytingu var að gera gjaldskrána auðskiljanlegri og um leið að gera notendum betur kleift að áætla kostnað við notkun tölvuþjónustu RHÍ. Að reiknisfæra reiknitíma (CPU-tíma) var arfleifð frá því í gamla daga (fornöld?) þegar reikniafl var dýrt. Við höfum orðið vör við að margir nýir notendur áttu erfitt með að skilja þetta hugtak og því var gripið til þess ráðs að einfaldlega afmá þennan gjaldskrárlið. Veitið athygli í sambandi við þessa umræðu alla að nemendur háskólans borga hvorki fyrir diskageymslu né tengitíma. Umræddar breytingar tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Upplýsingar um gjaldskrá stofnunarinnar er að finna undir Unix (með skipuninni gjald) og í WWW. Fleiri breytingar á gjaldskrá eru í undirbúningi. Ef af þeim verður verða þær að sjálfsögðu kynntar notendum áður en þær taka gildi og einnig kynntar í Fréttabréfi. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ