RHÍ Fréttir |
nr. 25 apríl 1995 |
|
|
|
|
Sigfús Magnússon TIA á HengliÍ gegnum árin hefur Reiknistofnun (RHÍ) boðið notendum sínum upp á upphringisamband við fjölnotendavélar sínar. Upphringisamband er samband þar sem notandi getur, með hjálp tölvu sinnar, mótalds og venjulegrar símalínu heima hjá sér, komist í samband við fjölnotendatölvur Reiknistofnunar og unnið þar margvísleg störf, til dæmis notað tölvupóst, lesið fréttir og fleira (sjá grein Nettengdur og hvað svo"). Aðgangur á textaformi Þrátt fyrir að notendur hafi komist inn á Internetið með þessu móti hafa tölvur þeirra ekki tengst Internetinu beint, heldur hafa þær virkað sem útstöð á fjölnotendatölvum Reiknistofnunar, sem svo aftur eru tengdar Internet. Til að ná fullum Internet aðgangi frá tölvu notanda verður hún að geta tengst með svokallaðri IP tengingu við Internet. Myndrænn aðgangur Með notkun búnaðarins getur notandinn notað hin ýmsu forrit til að nota netið, svo sem Eudora, til að lesa tölvupóst, NewsWatcher, til fréttalesturs og Netscape, til WWW skoðunar (sjá grein Heimasíður á Veraldarvíðsvefnum). TIA er uppsett á Hengli og geta átta notendur notað búnaðinn samtímis. Átta leyfi til viðbótar verða svo sett upp á nýja fjölnotendatölvu sem Reiknistofnun hyggst festa kaup á. Til að nota TIA þarf notandi að setja upp á tölvu heima hjá sér svokallaðan SLIP búnað og annan endahugbúnað. Allan þann búnað getur notandi fengið hjá Reiknistofnun. Það eina sem notandinn þarf til að tengjast Internet heiman frá sér er þá tölva, frekar hraðvirkt mótald (mælt með 14.400 bás) og svo venjuleg símalína. Frekari upplýsingar er að finna á WWW með slóðinni /HI/Stofnanir/RHI/Mac/tia.html og hjá Sigfúsi og Guðmundi. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ