RHÍ Fréttir |
nr. 25 apríl 1995 |
|
|
|
|
Sigfús Magnússon Tengdur við Internet - hvað svo?Í síðasta fréttabréfi var stiklað á stóru varðandi tengingar við Internet í gegnum Reiknistofnun. Í þessari grein ætlum við að gera stuttlega grein fyrir því hvað hægt er að gera á netinu loksins þegar maður er kominn með þessa langþráðu tengingu. Tölvupóstur Til eru nokkur kerfi til að senda og taka við tölvupósti. Þau vinsælustu eru elm, sem er vinsælasta kerfið á Unix, og Eudora sem er mikið notað bæði á Macintosh og PC. Í febrúarhefti fréttabréfsins í fyrra birtust notkunarleiðbeiningar fyrir elm. Eins er hægt að nálgast leiðbeiningar í gegnum WWW með slóðinni /HI/Stofn/RHI/Frettir/Handbok/kafli4_3.html Hægt er að sækja handbók fyrir Eudora á Word formi með FTP til ftp.rhi.hi.is eða koma og fá hana á disklingi hjá Reiknistofnun. Reiknistofnun dreifir handbókinni einnig á Acrobat Reader formi ásamt Acrobat Reader forritinu. Þetta er gert vegna þess að ekki eru allir notendur með sömu ritvinnsluforritin og því auðveldar þetta dreifingu gagna og upplýsinga. Fréttakerfið Usenet Í síðasta fréttabréfi var sagt frá þjónustu ClariNews á Usenet en eins og áður segir geta allir birt greinar um sín áhugamál á Usenet. Usenet skiptist í fréttagrúppur (news groups) eftir viðfangsefnum, til dæmis tölvur, félagsmál, dægradvöl og vísindi. Ekki dugar þó svo gróf skipting og er því tölvugrúppunum skipt niður í undirflokka sem svo aftur skiptast í enn fleiri grúppur o.s.frv. Skráaflutningur með FTP Til dæmis getur sá sem vill sækja forritið Eudora sótt það á vél sem heitir isgate.is. Forritið er í skráasafninu /pub/pc/windows og heitir eudor143.zip. Macintosh notendur geta notfært sér FTP þjónustu ef þeir eru með forritið Fetch. Samskonar búnaður fyrir Windows er til dæmis Winsock FTP eða FTP sem fylgir PC-NFS. Undir Unix er gefin skipunin ftp. Gopher Gopher er tiltölulega frumstæður en stendur þó fyllilega fyrir sínu ef menn hafa í huga að það eru upplýsingarnar sem skipta máli en ekki útlitið. Fyrir þá sem hafa meiri áhuga á útlitinu er bent á World-Wide Web TurboGopher er til fyrir Macintosh og þykir nokkuð auðveldur í notkun. Fyrir PC eru til nokkrir biðlarar en þeir eru flestir óþjálir og erfiðir í uppsetningu. World-Wide Web Vinsælasta forritið til notkunar á WWW er tvímælalaust Netscape. Þetta forrit er til fyrir Macintosh, Windows, Unix o.fl. Með Netscape er hægt að notfæra sér alla þá þjónustu sem var nefnd hér á undan, með nokkrum takmörkunum þó. Hægt er að senda tölvupóst en ekki er þó hægt að taka við honum í Netscape. Netfréttir (Usenet) eru mjög aðgengilegar með Netscape en ekki er hægt að senda greinar með því. Þessu upptalning er engan vegin tæmandi fyrir þá þjónustu sem Internet býður upp á. Að auki má nefna Telnet, sem gerir notanda kleift að tengjast fjartölvum og vinna á þeim hafi hann til þess leyfi. Til dæmis er hægt að nota Telnet til að tengjast Gegni, bókasafnskerfi Lands- og háskólabókasafns. Einnig má nefna Archie, sem er forrit til að leita að hugbúnaði á netinu. Notandi gefur upp nafn á skrá sem hann vill finna og Archie leitar að fyrir hann. Vilji notandi hins vegar leita að skrá eftir innihaldi hennar kemur WAIS til skjalana. IRC og Talk eru mjög en þessi kerfi gera fólki mögulegt að "ræða saman" yfir netið. Námskeið Námskeiðið var haldið tvisvar og var það fjórar klukkustundir í hvort sinn. Fjöldi þátttakenda var takmarkaður því hluti kennslunnar var verklegur og komust því færri að en vildu. Námskeiðið byrjaði á því að farið var stuttlega í uppbyggingu netsins og þá grunnþjónustu sem það býður upp á. Tölvupóstur og notkun hans voru kynnt rækilega og síðan voru þáttakendur látnir gera verklegar æfingar. Í seinni hluta námskeiðsins var farið nánar í upplýsingadreifingu á netinu og kerfin Usenet, Gopher og World-Wide Web voru kynnt. Notendur fengu svo verklega þjálfun í notkun þessara kerfa. Á námskeiðinu kom berlega í ljós að þörfin fyrir það er mikil. Notendur heyra talað um Internetið og hitt og þetta sem tengist því en hafa ekki hugmynd um hvernig þeir geta sjálfir nálgast allar þær upplýsingar sem netið hefur að geyma. Ætlunin er að bjóða upp á fleiri námskeið í framtíðinni og verða þau auglýst þegar þar að kemur. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ