RHÍ Fréttir | nr. 22 október 1994 |
|
|
|
|
Douglas Brotchie Guðmundur Bjarni Jósepsson Hugbúnaðarframboð hjá ReiknistofnunHugbúnaður á einmenningstölvum Reiknistofnun hefur í nokkrum tilfellum gert samkomulag við söluaðila og innflytjendur vinsælla hugbúnaðarkerfa um sölu á ýmsum hugbúnaði á góðu verði til skólanotkunar. Fyrir PC er fáanlegt:
Fáanlegt fyrir Macintosh:
Nánari upplýsingar veita Sigfús og Guðmundur. Tölfræðikerfi JMP er tölfræðiforrit fyrir Macintosh. Nýlega kom út ný útgáfa sem er mikið endurbætt. Þetta kerfi kemur frá SAS Institute, en er samt ekki hluti af hinu útbreidda SAS tölfræðikerfi. Staðbundið leyfi (site license) á JMP er í gildi fyrir allar Macintosh vélar skólans. Þetta kerfi hefur notið mikilla vinsælda í ýmsum raunvísindagreinum, m.a. líffræði. Í kerfinu er lögð sérstök áhersla á myndræna framsetningu og greiningu gagna. Allir Macintosh notendur geta fengið eintak af kerfinu frá Reiknistofnun. Reynslan hefur þó sýnt að handbækur (sem fylgja ekki með okkar skólaleyfi) eru nauðsynlegar til að eitthvað gagn hljótist af kerfinu. Handbækur þarf að panta sérstaklega, annaðhvort frá SAS Institute eða í gegnum RHÍ. Nú útgáfa af SPSS hefur verið sett upp á netþjónum háskólanets, SPSS for Windows. Þessi útgáfa hefur tekið við af eldri útgáfu sem keyrð var undir DOS stýrikerfinu. Hér þarf líka að panta handbækur sérstaklega en í þessu tilfelli frá útgáfu- og dreifingarfyrirtækinu Prentice-Hall í gegnum bóksölur en ekki frá SPSS fyrirtækinu eða Reiknistofnun. Uppinn Tölvunotendur sem ekki eru nettengdir en eiga mótald og vilja fá aðgang að t.d. Gegni, bókasafnskerfi Háskóla- og Landsbókasafns, geta fengið forritið Uppa hjá Reiknistofnun. Uppi er í raun gamli góði Kermit í "dulargervi". Reiknistofnun hefur útbúið þetta dulargervi og auðveldar það mjög notkun Kermits. Uppinn er ókeypis en ef óskað er eftir aðstoð við að setja hann upp innheimtir Reiknistofnun gjald samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar fyrir slíka þjónustu. Nýjasta útgáfan af Uppanum ber númerið 3.10 og með henni fylgir útgáfa 3.13 af Kermit. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Guðmundi.
|
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ