RHÍ Fréttir | nr. 22 október 1994 |
|
|
|
|
Ýmis þjónusta hjá ReiknistofnunUpplýsingadreifing Leiðarvísir að þjónustu Reiknistofnunar Háskólans var gefinn út í ágúst. Hér er um að ræða 24 blaðsíðna handbók, samantekt af gagnlegum upplýsingum í handhægu broti. Hún er fyrst og fremst skrifuð fyrir nemendur skólans og hefur verið dreift til allra skráðra nemenda, en aðrir notendur geta fengið ókeypis eintak á skrifstofu Reiknistofnunar. Einnig er fáanlegur ókeypis úrdráttur úr efni leiðarvísisins á ensku fyrir erlenda nemendur. Unix leiðbeiningar Í sumar hefur verið unnið við að setja á blað nauðsynlegustu upplýsingar um notkun þeirra hugbúnaðarkerfa sem fáanleg eru á Unix fjölnotendavélar Reiknistofnunar. Þetta hefti verður gefið út undir heitinu Notkun Unix véla hjá Reiknistofnun. Lokaprófarkalestri er nýlokið og stefnt er að því að koma bókinni í fjölföldun í næstu viku. Bókin kemur til með að vera fáanleg í Bóksölu stúdenta og á skrifstofu Reiknistofnunar þegar hún er opin. Enn er fáanleg handbókin Notkun PC-tölva í tölvuverum í Bóksölu stúdenta. Tölvupóstur Fyrir kennara og aðra starfsmenn eru fáanleg forrit til að gera notkun tölvupósts einfaldari og þægilegri á einmenningstölvum þeirra, hvort sem þær vélar eru af PC gerð eða Macintosh. Mail-it forritið frá Unipalm er til fyrir IBM samhæfðar tölvur. Það er vinsælt, þægilegt og útbreitt kerfi. Mail-it er til sölu í gegnum Reiknistofnun, og stofnunin getur einnig tekið að sér uppsetningu á Windows vél notenda. Fyrir Macintosh tölvur, hvort sem þær eru nettengdar eða með upphringiaðgang, stendur Eudora til boða. Aðgangur að litaskanna Hjá Reiknistofnun er til Apple ColorOne Scanner, tengdur við Apple Macintosh. Viðskiptavinum Reiknistofnunar er velkomið að koma til okkar og nota skannann endurgjaldslaust þegar ritari stofnunarinnar er ekki á skrifstofu, þ.e. eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að notendur séu sjálfbjarga við notkun skannans. Ef þörf er á ráðgjöf eða aðstoð verður hún veitt eftir getu og samkvæmt gjaldskrá RHÍ fyrir slíka þjónustu. Þetta fyrirkomulag verður tekið til endurskoðunar í ljósi reynslu, bæði hvað varðar aðgang og ef til vill gjaldtöku. Ef þú vilt nota þennan möguleika hafðu þá samband við Margréti, Sigfús eða Douglas. |
|
Notendaþjónusta RHÍ, 16. febrúar 2000 |
Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ