RHÍ Fréttir

nr. 36 janúar 2000

 

Samningur um Informix hugbúnað

  
Chabane Ramdani chr@hi.is Helgi Hálfdánarson helgiha@hi.is Sigfús Jóhannesson sigfusj@hi.is
 
17. september síðastliðinn undir-rituðu Reiknistofnun Háskóla Íslands og Strengur hf. samning um kaup Reiknistofnunar á Informix hug-búnaði. Samningurinn felur í sér leyfi til Háskólans til að nota allan Informix hugbúnað ótakmarkað jafnt til kennslu og stjórnunar.

Þegar mikið notaður hugbúnaður innan HÍ

Reiknistofnun hefur notast við Informix hugbúnað, þróunarumhverfi og gagnagrunna, á undanförnum árum. 
Aðallega hefur það verið við gerð og rekstur upplýsingakerfis stjórnsýslu Háskólans (UKSHÍ), eins og nemendaskráningarkerfi, starfs-mannakerfi og UKSHÍ vef, og einnig við símakerfi HÍ og reikningakerfi RHÍ. En með tilkomu þessa nýja samnings gefst Háskólanum kostur á að nýta til fulls allt það sem Informix hefur upp á að bjóða. 

Ýmiss viðbótarhugbúnaður

Reiknistofnun fær hér með Informix Internet Foundation.2000 (IIF.2000) sem er pakki sem inniheldur nýjustu útgáfu Informix gagnasafns-búnaðarins, Informix Dynamic Server.2000 (IDS.2000), ásamt viðbótum fyrir Internetið. Þessar viðbætur eru meðal annars:

- Informix J/Foundation sem inni-heldur þann möguleika að keyra Java beint í grunninum. 

- Informix Web DataBlade Module sem gerir kleift að búa til vefumhverfi með ýmsum gagnatögum eins og HTML skrám og margmiðlun (texti, myndir, ljósmyndir og kort), allt aðgeingilegt beint frá grunninum. 
- Informix Excalibur Text DataBlade Module sem gerir textaleit ("full-text") mögulega inni í grunninum.

RHÍ fær önnur gagnablöð til að tengja við IIF.2000 eins og:

- TimeSeries DataBlade sem gefur gagnatög til að geyma og meðhöndla tímaháð gögn.

- Geodetic DataBlade til að höndla hluti í fjórum víddum, þ.e. í lengd, breydd, hæð og tíma.
Síðan er hægt eftir hendinni að tengja ýmis gagnablöð við grunninn
til að auka við virkni hans og til að meðhöndla fleiri tegundir gagna eins og t.d. hreyfimyndir. 
Einnig kemur ný útgáfa af INFORMIX-4GL þróunarumhverfinu frá Informix.

Margir þekktir notendur

Hér á landi eru t.d. www.visir.is og www.mbl.is keyrðir á Informix gagnagrunnskerfi. 
Þá má nefna að mörg stór erlend kerfi og vefir eru hýstir og þróaðir með Informix. Sem dæmi má nefna:

- Í Bandaríkjunum var í upphafi þessa árs tekið í notkun nýtt vegabréfakerfi þar sem notast er við Informix gagnagrunnstækni.
- Á þessu ári hóf CNN þróun á Informix kerfi til að safna og dreifa fréttaefni á þrem helstu fréttanetum sínum.

Styrkir hugbúnaðarþróun innan HÍ

Gert er ráð fyrir að þessi hug-búnaður komi til með að styrkja hugbúnaðarþróun og þjónustu við stjórnsýslu Háskólans verulega.

Nánari upplýsingar um Informix og það sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða er að finna á heimasíðu þess www.informix.com
 

Efnisyfirlit Fyrri síða Næsta síða Útgáfuyfirlit