RHÍ Fréttir

nr. 26 október 1995

  

  

Douglas Brotchie

Nýir starfsmenn hjá Reiknistofnun

Nokkrar nýráðningar hafa farið fram hjá stofnuninni í sumar; þeir starfsmenn skólans sem hafa mest samskipti við stofnunina hafa þegar tekið eftir tilvist þessara nýju manna og ekki er hægt að segja annað en að þeim hafi öllum verið vel tekið. Ekki veitir af þeirra starfskrafti, miðað við þær sívaxandi körfur og væntingar sem eru gerðar til okkar.

Orn

Örn Ásgeirsson hóf störf hjá okkur í júlí, en hann stefnir á að ljúka námi í viðskiptafræði innan skólans nú um áramótin. Örn mun starfa aðallega við búnað einmenningstölva háskólamanna: ráðgjöf, uppsetningar, lagfæringar, nýsköpun og vöruþróun.

Ragnar

Ragnar Stefán Ragnarsson kemur einnig til með að starfa við notendaþjónustu. Ragnar er enn að klára nám í Iðnskólanum á tölvubrautinni þar, og kemur sú reynsla og þjálfun sem hann hefur þegar öðlast þar okkur að góðu gagni. Utan vinnu er Ragnar mikill hjólreiðamaður ...

Jon Ingi

Jón Ingi Einarsson, sem byrjaði hjá okkur seint í sumar eða ef til vill réttara sagt snemma í haust, kemur einnig til okkar frá Iðnskólanum. Menntun og starfsreynsla hefur verið á sviði rafmagnsverkfræði. Jón hefur í gegnum árin einnig fengist við kennslu á sínu fagsviði, og ég vonast til þess að notendur Reiknistofnunar koma til með að njóta góðs af hæfileikum Jóns á þessu sviði áður en langt um líður.

Eins og oft vill verða þegar nýir starfsmenn hefja starf hjá stofnun eða fyrirtæki koma þessir þrír starfsmenn allir með ferskar hugmyndir um hvernig bæta megi starfsemina og auka þjónustuna. Viðskiptavinir munu eflaust taka eftir í framtíðinni innleiðslu nokkra þeirra hugmynda sem Jón, Ragnar og Örn hafa þegar komið á framfæri innan Reiknistofnunar.

Tveir sumarmenn störfuðu hjá stofnuninni á liðnu sumri, þeir Daði Kárason verkfræðinemi og Þórir Magnússon tölvunarfræðinemi. Samstarfið með þeim var með ágætum og er þeim þakkað gott og árangursríkt framlag við þróun lausna og gagna fyrir notendur okkar.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ