RHÍ Fréttir

nr. 26 október 1995

  

  

Steingrímur Birgisson

Internet - aukin bandvídd

IntIS (áður þekkt sem SURIS) jók bandvíddina, þ.e.a.s. burðargetu tengingar Internets á Íslandi við umheiminn, úr 256 kílóbitum á sekúndu í 1 megabita 1. september síðastliðinn. Þar af hefur Háskólinn aðgang að 512 kílóbita netsambandi við umheiminn.

Vegna þessarar auknu bandvíddar gafst loks færi á að taka alla fréttagjöfina (e. newsfeed) af Usenet ráðstefnukerfinu til Íslands. Fjölgaði því fréttahópum allverulega og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fréttahóparnir eru orðnir yfir 10.000 talsins sem Usenet notendur hér landi geta valið um, en þeir voru áður um 4.000 talsins. Fréttavalið er því orðið vægast sagt mun fjölbreyttara.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ